Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Kjartan Jónsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Frans páfi styður sambönd fólks af sama kyni og staðfesta samvist samkynhneigðra - þar sem hún er á annað borð lögfest. Þessi skoðun hans kemur fram í nýrri heimildarmynd. Sumir líta svo á að þarna kveði við nýjan tón. En er það raunin? Nei segir Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræði og trúarbrögðum, sem ræddi um páfann, kaþólsku kirkjuna og afstöðuna til samkynhneigðar.
Riða hefur greinst í sauðfé á fjórum bæjum í Skagafirði. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir bændur og samfélagið allt í Skagafirði. Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður ræddi um riðu við Sigurgeir Hreinsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Gunnar Sigurðsson bónda á Stóru-Ökrum þar sem riða greindist fyrst.
Ríkasti maður Suður-Kóreu, Lee Kun-hee, lést á sunnudag, 78 ára. Lee var forstjóri Samsung um árabil, og undir stjórn hans varð fjölskyldufyrirtækið Samsung einn helsti raftækjaframleiðandi heims og ómissandi hluti suðurkóreska hagkerfisins. Lee var tvisvar fundinn sekur um spillingu en náðaður í bæði skipti. Sonur hans og væntanlegur arftaki hefur sömuleiðis verið dæmdur fyrir mútugreiðslur. Við fjöllum um Lee-feðga, Samsung og suðurkóresk risafyrirtæki í þættinum í dag, Vera Illugadóttir sagði frá.
Tónlist: The gospel of Carlos Norman and Smith - Rickie Lee Jones og Chris Joyner
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Markús Hjaltason.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Hildur Vala talar um tónlistina og segir brosandi að stundum verði hún þreytt á henni. Hildur er að vinna sína fjórðu plötu og einnig er hún að skrifa meistararitgerð um konur og tónlist. Tónlistin er stór hluti af lífi þeirra hjóna en eiginmaður hennar, Jón Ólafsson, og börnin þeirra spila einnig á hljóðfæri.
Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Rannsóknir sýna að þeir sem halda þakklætisdagbók stunda líkamsrækt oftar og af meiri reglusemi, upplifa almennt betri heilsu, þjást af færri líkamsvillum eða óþægindum og líður almennt betur. Guðni Gunnarsson, stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GLOmotion hugmyndafræðinnar var gestur okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá nýrri bók sem fjallar um mátt þakklætis.
Við rákum augun í fallega sögu í Morgunblaðinu í gær, um Tinnu og Ylfing, sem eru þriggjar ára og eru saman í leikskóla og eru óaðskiljanlegir vinir. Foreldrar þeirra áttuðu sig nýlega á því að þau voru tengd á óvæntan hátt. Langafi Ylfings ber sem sagt ábyrgð á því að langafi Tinnu kom til Íslands árið 1956 frá Ungverjalandi sem flóttamaður. Miklós Tölgyes, sem síðar fékk íslenskt nafn Mikael Fransson, hefur búið hér alveg síðan og er 85 ára í dag. Hér eignaðist hann konu og þau hafa getið af sér börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þannig má í raun segja að langafi Ylfings beri ábyrgð á tilvist Tinnu og þar með vinskap þeirra. Við fengum Huldu Jónsdóttur Tölgyes, móður Tinnu til að segja okkur þessa sögu í þættinum í dag.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins segir af vandanum sem fylgir því að kaupa olífuolíu. Það var líka sagt frá kurteisi Spánverja, samskiptum þeirra við norður Afríkuþjóðir, gríðarlegri sykurneyslu, plastmengun og undir lokin segir aðeins af farsóttinni sem fer reyndar ekki neitt og heldur áfram að hrella Spánverja sem og heim allann.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Áttatíu og sex greindust með COVID hér á landi í gær. Einstaklingur á níræðisaldri lést í gær af völdum COVID og hafa þá tólf látist í faraldrinum hér. Aukinnar svartsýni gætir hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, sem segist ekki sjá fram á afléttingu aðgerða.
Faraldurinn virðist vera í töluverðum vexti á Norðurlandi eystra en þar eru nú 51 í einangrun. Lögreglan hefur óskað eftir því að allir sem heimsóttu veitingastaðinn Berlín síðastliðinn laugardag gefi sig fram.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið skýrslu af tuttugu og þremur skipverjum á togaranum Júlíusi Geirmundssyni.
Íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarheilbrigðiskerfum fékk nýverið tæplega þriggja milljarða fjármögnun. Forstjórinn segir að þörf fyrir fjarheilbrigðiskerfi sé enn meiri nú þegar heimsfaraldur geisar.
Tyrkir hóta hörðu vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsforseta á foríðu franska tímaritisins Charlie Hebdo. Forseti Írans varar fólk við því að smána spámannin Múhameð og segir það geta leitt til átaka og blóðsúthellinga.
Yfir tvö þúsund almennir borgara féllu í stríðinu í Afganistan fyrstu níu mánuði ársins. Enn geisa þar harðir bardagar þrátt fyrir samkomulag Talibana og Bandaríkjamanna.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sigurður Halldórsson ,Purenorth recycling: Nýleg úttekt Stundarinnar sýnir að tölur um endurvinnslu plasts frá Íslandi eru alrangar og magnið mun minna í raun. Til staðar er kerfislægur vandi þar sem tölur eru ekki uppfærðar. Ekki er heldur neinn hvati til innlendrar endurvinnslu heldur eingöngu til útflutnings á plastinu. Purenorth recycling er eina fyrirtækið hérlendis sem endurvinnur plast að fullu. Rætt er við Sigurð um hvata, úrvinnslugjöld og fleira.
Stella Samúelsdóttir, UN women: Í ár eru 25 ár frá Pekingsáttmálanum þar sem samþykkt var aðgerðaráætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. En mörgum þykir lítið hafa áunnist.
Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um serotonin og heilann.
Útvarpsfréttir.
Í þessari röð er fjallað um Ludwig van Beethoven og tónlist hans, í tilefni þess að í desember 2020 voru 250 ár liðin frá fæðingu hans. Leikin eru brot úr tónlist hans, auk þess sem sagt er frá lífi hans og samtíma, fjallað um heyrnarleysi og innri átök, og það hvernig nýstárleg og jafnvel byltingarkennd tónlist hans hafði varanleg áhrif á heim tónlistarinnar. Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson. Lesari: Orri Huginn Ágústsson.
Í þessum þætti er fjallað um æskuár Ludwigs van Beethoven, tónlistarnám hans í Bonn og fyrstu tónsmíðar, meðal annars píanókvartetta og kantötu í minningu Jósefs II. Austurríkiskeisara. Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson.
Tónlist sem flutt er í þættinum:
Sinfónía nr. 3, 1. kafli: Orchestre Révolutionnaire et Romantique, John Eliot Gardiner, stjórnandi
Sinfónía nr. 5, 1. kafli: Orchestre Révolutionnaire et Romantique, John Eliot Gardiner, stjórnandi
Sinfónía nr. 9, 4. kafli: Orchestre Révolutionnaire et Romantique, John Eliot Gardiner, stjórnandi
Joseph Haydn: Sinfónía nr. 58, 4. kafli: The English Concert, Trevor Pinnock, stjórnandi
Tilbrigði um Venni Amore, WoO 65: Mikhail Pletnev, píanó
Johann Sebastian Bach: Prelúdía í G-dúr úr Veltempraða hljómborðinu, 1. hefti: András Schiff, píanó
Píanósónata op. 10 nr. 3, 3. kafli: Igor Levit, píanó
Tilbrigði við mars eftir Ernst Dressler, WoO 63: Mikhail Pletnev, píanó
Sónata í f-moll, WoO 47: Emil Gilels, píanó
Píanókonsert í Es-dúr, WoO 4: Ronald Brautigam, píanó; Sinfóníuhljómsveitin í Norrköping, Andrew Parrott, stjórnandi
Píanókvartett í Es-dúr, WoO 36: Christoph Eschenbach, píanó; Norbert Brainin, fiðla; Peter Schidlof, víóla; Martin Lovett, selló
Tilbrigði um Ein Mädchen oder Weibchen úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart: Mischa Maisky, selló; Martha Argerich, píanó
Equali fyrir fjórar básúnur, WoO 30 nr. 3: Philip Jones Brass Ensemble
Kantata í minningu um Jósef II Austurríkiskeisara, 1. og 4. þáttur: Janice Watson, sópran; Corydon-hljómsveitin og kór, Matthew Best, stjórnandi
Píanósónata í C-dúr op. 53 (Waldstein), 1. kafli: Igor Levit, píanó
Tilbrigði um stef eftir Ferdinand Waldstein, WoO 67: Arthur og Lucas Jussen, píanó
Tilbrigði um Rule, Brittania, WoO 79: Olli Mustonen, píanó
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Víðsvegar um heiminn standa tré sem hægt er að hengja óskir sínar á. Þegar trén eru orðin yfirfull eru óskirnar sendar til Yoko Ono sem svo sendir þær aftur í friðarsúluna, þaðan sem þeim er varpað til himins með ósk um alheimsfrið, í minningu Johns Lennon. Í Víðsjá í dag verða rifjuð upp fyrstu kynni Yoko Ono og John Lennon en þar kemur við sögu listaverk sem síðar varð kveikjan að friðarsúlunni í Reykjavík. Einnig verður rætt við Aðalstein Emil Aðalsteinsson, ungan rithöfund, sem var að senda frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið 500 dagar af regni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Listþræði sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, sýningu sem sett var upp í tilefni af aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur, tilefnið notað til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í Lestinni í dag verður hringt til Kaliforníu og rætt við verðlauna-útvarpsmanninn og fyrrum fangann Earlonne Woods, sem býr sig nú undir að kjósa í fyrsta skipti. Earlonne er einn fjölmargra svartra karlmanna í bandaríkjunum sem ekki hefur getað tekið þátt í lýðræðinu vegna laga sem koma í veg fyrir að fangar geti kosið.
Tónleikahaldarar um allan heim hafa þurft að aflýsa öllum viðburðum og tónlistarhátíðum undanfarna mánuði. Tónlistarhátíðir hafa þó sumar hverjar farið fram með óvenjulegu sniði, yfirleitt í gegnum netið. Í Lestinni í dag kynnum við okkur hátíðarhald á tímum covid, og heyrum frá framkvæmdastjóra Iceland Airwaves um nýja vefstreymishátíð, Live from Reykjavík, sem Airwaves stendur fyrir í nóvember.
Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í nýja hrollvekuþætti á Netflix., The Haunting of Bly Manor, þættirnir sem byggja lauslega á skáldsögu Henry James koma í kjölfar hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta The haunting of hill house.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 28.október 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson
Ástandið vegna kórónuveirufaraldursins fer versnandi segir sóttvarnalæknir. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Ekki verður slakað á.
Frönsk stjórnvöld biðja Evrópusambandið að beita sér gegn forseta Tyrklands vegna ögrana hans í garð Frakka að undanförnu.
Einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróinn vandi innan sviðslista á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla íslands.
Jólin verða mörgum erfið og þungbær, segja þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár en í fyrra.
Hótel Sögu í Reykjavík verður lokað um mánaðamótin. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í greiðsluskjóli gagnvart kröfuhöfum sínum síðan í júlí.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum fái að mæta í skólann að nýju.
Markmiðið er að umbylta svefnheiminum, segir lektor sem leiðir tveggja og hálfs milljarðs króna rannsókn á svefni og svefntengdum öndunartruflunum.
Lengri umfjöllun:
Aðeins tæp vika er nú í að kjördagur renni upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - þriðjudagurinn 3. nóvember. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum. Yfir 70 milljón manns hafa þegar kosið utan kjörfundar eða í póstkosningum og er það mun hærri tala en í kosningunum 2016. Um 137 milljón manns kusu í forsetakosningunum 2016 sem er um 56 prósent kjörsókn. Flest bendir til þess að kjörsókn verði meiri nú. Eins og kunnugt er þá er kosningakerfið í Bandaríkjunum all frábrugðið kerfinu hér heima. Íbúar í hverju ríki kjósa kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Kosnir eru 538 kjörmenn, mismargir í hverju ríki eftir íbúafjölda. Fjölmenn ríki eins og Kalifornía og Texas fá miklu fleiri kjörmenn en fámenn ríki eins og Wyoming og Vermont. Sá frambjóðandi sem sigrar í tilteknu ríki fær alla kjörmenn þess. Frambjóðendur keppa því að því að fá samtals 270 kjörmenn eða fleiri kosna. Þá er kominn meirihluti kjörmanna og björninn þar með unninn. Kosningabaráttan fer einkum fram í þeim ríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðenda, svokölluðum sveifluríkjum. Þau eru fjórtán, þar á meðal fjölmenn ríki eins og Texas, Pennsylvanía og Flórída þar sem margir kjörmenn eru undir. Frambjóðendur láta ríki eins og Connecticut og Oklahóma nánast eiga sig í kosningabaráttunni. Biden er öruggur með sigur í Connecticut og Trump í Oklahóma og því til lítils að eyða miklu púðri þa
„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.
Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.
Og hlustaðu nú!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er síðasti þjóðsöguþátturinn okkar, í bili! Við höfum nú veitt upp 25 sögur og ævintýri úr þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar.
Þjóðsögur þáttarins:
Naglasúpan (flökkusaga frá Evrópu)
Hvernig tunglið varð til (Indland)
Hvernig tónlistin barst til jarðarinnar (Mexíkó)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Hekla Egils
Jóhannes Ólafsson
Karl Pálsson
Mikael Emil Kaaber
Ragnar Eyþórsson
Sigyn Blöndal
Sturla Holm Skúlason
Þjóðsögusérfræðingur: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Dánarfregnir
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum sönghópsins The Tallis Scholars sem fram fóru í Róm í Aula Magna salnum í Sapienza háskólanum í Róm í nóvember í fyrra.
Á efnisskrá eru verk eftir tónlistarmenn sem störfuðu við Sixtínsku kapelluna, s.s. Giovanni Pierluigi da Palestrina, Cristóbal de Morales, Gregorio Allegri og Josquin des Prez.
Stjórnandi: Peter Phillips.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Rannsóknir sýna að þeir sem halda þakklætisdagbók stunda líkamsrækt oftar og af meiri reglusemi, upplifa almennt betri heilsu, þjást af færri líkamsvillum eða óþægindum og líður almennt betur. Guðni Gunnarsson, stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GLOmotion hugmyndafræðinnar var gestur okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá nýrri bók sem fjallar um mátt þakklætis.
Við rákum augun í fallega sögu í Morgunblaðinu í gær, um Tinnu og Ylfing, sem eru þriggjar ára og eru saman í leikskóla og eru óaðskiljanlegir vinir. Foreldrar þeirra áttuðu sig nýlega á því að þau voru tengd á óvæntan hátt. Langafi Ylfings ber sem sagt ábyrgð á því að langafi Tinnu kom til Íslands árið 1956 frá Ungverjalandi sem flóttamaður. Miklós Tölgyes, sem síðar fékk íslenskt nafn Mikael Fransson, hefur búið hér alveg síðan og er 85 ára í dag. Hér eignaðist hann konu og þau hafa getið af sér börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þannig má í raun segja að langafi Ylfings beri ábyrgð á tilvist Tinnu og þar með vinskap þeirra. Við fengum Huldu Jónsdóttur Tölgyes, móður Tinnu til að segja okkur þessa sögu í þættinum í dag.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins segir af vandanum sem fylgir því að kaupa olífuolíu. Það var líka sagt frá kurteisi Spánverja, samskiptum þeirra við norður Afríkuþjóðir, gríðarlegri sykurneyslu, plastmengun og undir lokin segir aðeins af farsóttinni sem fer reyndar ekki neitt og heldur áfram að hrella Spánverja sem og heim allann.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sigurður Halldórsson ,Purenorth recycling: Nýleg úttekt Stundarinnar sýnir að tölur um endurvinnslu plasts frá Íslandi eru alrangar og magnið mun minna í raun. Til staðar er kerfislægur vandi þar sem tölur eru ekki uppfærðar. Ekki er heldur neinn hvati til innlendrar endurvinnslu heldur eingöngu til útflutnings á plastinu. Purenorth recycling er eina fyrirtækið hérlendis sem endurvinnur plast að fullu. Rætt er við Sigurð um hvata, úrvinnslugjöld og fleira.
Stella Samúelsdóttir, UN women: Í ár eru 25 ár frá Pekingsáttmálanum þar sem samþykkt var aðgerðaráætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. En mörgum þykir lítið hafa áunnist.
Edda Olgudóttir: Vísindaspjall um serotonin og heilann.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í Lestinni í dag verður hringt til Kaliforníu og rætt við verðlauna-útvarpsmanninn og fyrrum fangann Earlonne Woods, sem býr sig nú undir að kjósa í fyrsta skipti. Earlonne er einn fjölmargra svartra karlmanna í bandaríkjunum sem ekki hefur getað tekið þátt í lýðræðinu vegna laga sem koma í veg fyrir að fangar geti kosið.
Tónleikahaldarar um allan heim hafa þurft að aflýsa öllum viðburðum og tónlistarhátíðum undanfarna mánuði. Tónlistarhátíðir hafa þó sumar hverjar farið fram með óvenjulegu sniði, yfirleitt í gegnum netið. Í Lestinni í dag kynnum við okkur hátíðarhald á tímum covid, og heyrum frá framkvæmdastjóra Iceland Airwaves um nýja vefstreymishátíð, Live from Reykjavík, sem Airwaves stendur fyrir í nóvember.
Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í nýja hrollvekuþætti á Netflix., The Haunting of Bly Manor, þættirnir sem byggja lauslega á skáldsögu Henry James koma í kjölfar hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta The haunting of hill house.
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands ræddi við okkur um Þjóðarspegillinn, sem er ráðstefna í félagsvísindum og er haldin ár hvert við Háskóla Íslands og að þessu sinni haldin rafrænt. Meðal þess sem er á dagskrá er málstofan Leið kvenna til æðstu metorða og við forvitnuðumst líka um hana.
Við kynntum okkur kjarnasamfélög, en þau eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Simon Joscha Flender, arkitekt og verkefnastjóri hjá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og Anna María Björnsdóttir, áhugamanneskja um kjarnasamfélög, komu til okkar og sögðu okkur frá.
Athygli hefur vakið hversu fá kórónuveirusmit hafa greinst á Austfjörðum miðað við aðra landsfjórðunga. Við hringdum austur og heyrðum í Guðjóni Haukssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Við veltum fyrir okkur hvað veldur, eru aðgerðir aðrar þar eða er smithætta minni í dreifbýlinu? Og hvað með heimsóknir skytta sem koma á svæðið til veiða, hafa heimamenn áhyggjur af því að þær geti borið smit? Við tókum stöðuna fyrir austan.
Íþróttir eru flestar, ef ekki allar, á bið núna vegna hertra sóttvarnaraðgerða og þar er körfuboltafólk ekki undanskilið. Hannes Sigurbjörn Jónsson er formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hann fór yfir með okkur til hvaða ráðstafana hreyfingin hefur gripið, sagði frá undirbúningi fyrir landsleiki kvennalandsliðsins sem fram undan eru o.fl.
Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni frá Spáni með nýjustu tíðindi þaðan, auk þess sem hann tók smá krók yfir til Norðurlandanna.
Tónlist:
Júlíus Guðmundsson - Hvernig sem fer.
John Grant - Marz.
Carole King - Youve got a friend.
Bruce Springsteen - Ghost.
Mono Town - Peacemaker.
Auður og Mezzoforte - Hún veit hvað ég vil.
Hildur - Ill walk with you.
Robbie Williams - Love my life.
Ed Sheeran - Shape of you.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Markús Hjaltason.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 28. október 2020
Umsjón: Þórður Helgi Þorðarson
Valdimar - Um stund
Sade - Never as good as the first time
Sniglabandið - Haltu kjafti
David Bowie - This is not America
Harald - Fullkomin
Una Stef & Babies - Með þér
Kristín Sesselja - Earthquake
Ace of base - All that she wants
Elín Bergljótardóttir - Ég rís up
Taylor Swift - exile Ft. Bon Iver
10:00
Sprengjuhöllin - Tímarnir okkar
Karitas Harpa & Svavar Knútur - I love you
London Grammar - Californian soil
Pat Benatar - Hit me with your best shot
James Vincent McMorrow - I should go Ft. Kenny Beats
Sléttuúlfarnir - Við erum ein
Sváfnir Sig - Fólk breytist
Steindór Ingi - Yfir sundið
Mammút - Pow pow
LA?s - There she goes
Alicia Keys - Love looks better
Vanessa Paradis - Be my baby
Sigur Rós - Ísjaki
Ceasetone - Creatures of the night
11:00
Thin Jim & Castaways - Leaves still green
Beabadoobee - Worth it
Sycamore tree - Fire
Melody Gardot & Sting - Little something
Start - Seinna meir
Fríða Dís - More coffee
Aretha Franklin - I save a little prayer
Emilia Torrini - Perlur og Svín
Q-tip - Vivrant thing
Bríet - Fimm (Plata vikunnar - Kveðja, Bríet)
Cure - Close to me remix
Fox the fox - Precious little diamond
Myrkvi - gamechanger
Kurt Vile & John Prine - How lucky
12:00Baggalútur - Er ég að verða vitlaus eða hvað?
Coolio - Gangsta?s paradise
Fríða Hansen - Tímamót
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Áttatíu og sex greindust með COVID hér á landi í gær. Einstaklingur á níræðisaldri lést í gær af völdum COVID og hafa þá tólf látist í faraldrinum hér. Aukinnar svartsýni gætir hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, sem segist ekki sjá fram á afléttingu aðgerða.
Faraldurinn virðist vera í töluverðum vexti á Norðurlandi eystra en þar eru nú 51 í einangrun. Lögreglan hefur óskað eftir því að allir sem heimsóttu veitingastaðinn Berlín síðastliðinn laugardag gefi sig fram.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið skýrslu af tuttugu og þremur skipverjum á togaranum Júlíusi Geirmundssyni.
Íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarheilbrigðiskerfum fékk nýverið tæplega þriggja milljarða fjármögnun. Forstjórinn segir að þörf fyrir fjarheilbrigðiskerfi sé enn meiri nú þegar heimsfaraldur geisar.
Tyrkir hóta hörðu vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsforseta á foríðu franska tímaritisins Charlie Hebdo. Forseti Írans varar fólk við því að smána spámannin Múhameð og segir það geta leitt til átaka og blóðsúthellinga.
Yfir tvö þúsund almennir borgara féllu í stríðinu í Afganistan fyrstu níu mánuði ársins. Enn geisa þar harðir bardagar þrátt fyrir samkomulag Talibana og Bandaríkjamanna.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Matthías Már Magnússon & Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Góð stemning í Popplandi dagsins, fullt af allskonar tónlist, íslenskri og erlendri, gamalt og nýtt, Bony Man kom í heimsókn og sagði frá nýju lagi, þessar helstu tónlistarfréttir og plata vikunnar á sínum stað, platan Kveðja Bríet.
Magni - If I Promised You The World
Rolling Stones - Gimme Shelter
Travis - The Only Thing (ft. Susanne Hoffs)
Karitas Harpa & Svavar Knútur - I love You
Rihanna - Diamonds
Mammút - Pow Pow
The Cars - Drive
Lizzo - Good As Hell
Myrkvi - Gamechanger
Bríet - Sólblóm
Zero 7 - In The Waiting Line
James Vincent McMorrow - I Should Go (ft. Kenny Beats)
Inhaler - When It Breaks
Elvar - Gone For Good
AC/DC - Shot In The Dark
GDRN - Af og Til
Hamilton Leithauser - Isabella (ft. Lucy Dacus)
Elvis Costello - Oliver?s Army
Midlake - Roscoe
Krummi - Frozen Teardrops
Sex Pistols - God Save The Queen
Lenny Kravitz - Low
Supertramp - The Logical Song
Tómas Welding - Arcade
Dua Lipa - Physical
Jónsi - Salt Licorice (ft. Robyn)
The Cardigans - For What It?s Worth
Bony Man - Unforgiven
Bríet - Djúp Sár Gróa Hægt
Melody Gardot & Sting - Little Something
Bruce Springsteen - Ghosts
Lana Del Rey - Let Me Love You Like A Woman
Bon Iver - AUATC
Friðrik Dór - Fröken Reykjavík
Hjálmar - Yfir Hafið
Fleet Foxes - Can I Believe You
Live - Run To The Water
Dr. Spock - Covid Frændi
Coney Island Babies - Swirl
Prince - Cream
Alicia Keys - Love Looks Better
Ultraflex - Never Forget My Baby
Red Barnett - Turning Up
Gerry Rafferty - Right Down The Line
Frank Ocean - Thinkin Bout You
Klassart - Gamli Grafreiturinn
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í dag á einn uppteknasti og mikilvægasti maður landsins afmæli sjálfur Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Við ætlum að sleppa honum við viðtali um stöðu kórónuveirunnar á Íslandi en heyra þess í stað í Leifi Geir Hafsteinssyni frænda og vini hans sem tók þátt í að flytja og semja lag honum til heiðurs á afmælisdaginn. Við heyrum líka í Bjarna Þorkelssyni á Þóroddsstöðum sem hefur ort þó nokkrar vísur um Þórólf vin sinn
Vinnumálastofnun á Suðurnesjum mun á næstunni bjóði atvinnulausum einstaklingum þátttöku í verkefni sem snýst um að hanna nýjar leiðir til að auka atvinnufærni tveggja markhópa, 30 ára og yngri og 55 ára og eldri. Í þessum tveimur hópum er atvinnuleysi hvað mest. Sandgerðingurinn Hansína B. Einarsdóttir veit allt um málið og ætlar að segja okkur frá
Nú er hann að kólna og þá fara mýsnar á kreik - við heyrum í meindýraeyðinum Guðmundi Óla Scheving og spyrjum út í góð ráð gegn músagangi
Hátíðin Dagar myrkurs hefst á morgun 28. október og stendur fram á sunnudag. Þetta er í tuttugasta og fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðin er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi og hefur það að markmiði að hvetja til samveru. Við heyrum í Halldóru Dröfn sem fræðir okkur um hátíðina
Við heyrðum um daginn í listakonunni Jónborgu Sigurðardóttur, eða Jonnu, um risastórt endurvinnslutröll úr textíl sem hún,ásamt leikskólabörnum á Akureyri, reisti í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Nú er Jonna byrjuð á nýju verkefni og öllu smærra - að prjóna litla, mjúka og handhæga kærasta sem passa vel í tösku. Prjónaskapurinn hefur gengið afar vel og fullt af kærustum orðið til. Gígja Hólmgeirsdóttir kíkti í heimsókn til Jonnu og forvitnaðist um alla þessa kærasta.
En við byrjum á Selasetri Íslands á HVammstanga en þar er auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra ? Hvað þarf slíkur einstaklingur að hafa til að bera - í Símanum er Guðmundur Jóhannesson stjórnarformaður Selaseturs íslands ....
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 28.október 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson
Ástandið vegna kórónuveirufaraldursins fer versnandi segir sóttvarnalæknir. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Ekki verður slakað á.
Frönsk stjórnvöld biðja Evrópusambandið að beita sér gegn forseta Tyrklands vegna ögrana hans í garð Frakka að undanförnu.
Einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni eru rótgróinn vandi innan sviðslista á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskóla íslands.
Jólin verða mörgum erfið og þungbær, segja þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár en í fyrra.
Hótel Sögu í Reykjavík verður lokað um mánaðamótin. Bændahöllin og Hótel Saga hafa verið í greiðsluskjóli gagnvart kröfuhöfum sínum síðan í júlí.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum fái að mæta í skólann að nýju.
Markmiðið er að umbylta svefnheiminum, segir lektor sem leiðir tveggja og hálfs milljarðs króna rannsókn á svefni og svefntengdum öndunartruflunum.
Lengri umfjöllun:
Aðeins tæp vika er nú í að kjördagur renni upp í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - þriðjudagurinn 3. nóvember. Um 250 milljón manns hafa rétt á að kjósa í Bandaríkjunum. Yfir 70 milljón manns hafa þegar kosið utan kjörfundar eða í póstkosningum og er það mun hærri tala en í kosningunum 2016. Um 137 milljón manns kusu í forsetakosningunum 2016 sem er um 56 prósent kjörsókn. Flest bendir til þess að kjörsókn verði meiri nú. Eins og kunnugt er þá er kosningakerfið í Bandaríkjunum all frábrugðið kerfinu hér heima. Íbúar í hverju ríki kjósa kjörmenn, sem síðan kjósa forsetann. Kosnir eru 538 kjörmenn, mismargir í hverju ríki eftir íbúafjölda. Fjölmenn ríki eins og Kalifornía og Texas fá miklu fleiri kjörmenn en fámenn ríki eins og Wyoming og Vermont. Sá frambjóðandi sem sigrar í tilteknu ríki fær alla kjörmenn þess. Frambjóðendur keppa því að því að fá samtals 270 kjörmenn eða fleiri kosna. Þá er kominn meirihluti kjörmanna og björninn þar með unninn. Kosningabaráttan fer einkum fram í þeim ríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðenda, svokölluðum sveifluríkjum. Þau eru fjórtán, þar á meðal fjölmenn ríki eins og Texas, Pennsylvanía og Flórída þar sem margir kjörmenn eru undir. Frambjóðendur láta ríki eins og Connecticut og Oklahóma nánast eiga sig í kosningabaráttunni. Biden er öruggur með sigur í Connecticut og Trump í Oklahóma og því til lítils að eyða miklu púðri þa
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Umræðuefni þáttarins eru hulið dulúð og hefur verið þannig alla tíð. Töframenn segja ekki frá, allt er leyndarmál og þú veist aldrei betur. En í dag ætlum við að reyna. Hvað eru töfrabrögð, hvaðan koma þau og hvert eru þau að fara. Ég tek fram að í þættinum eru ekki sérstök töfrabrögð útskýrð, heldur kannski hugsunin á bakvið þau. Hvað gerir töframaður, hvernig lærir maður að verða töframaður? Ég fékk til mín Lárus Blöndal, eða Lalla Töframann til að útskýra þetta aðeins fyrir okkur.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Hellingur af nýrri tónlist rétt eins og venjulega þennan miðvikudag á Kvöldvaktinni, meðal annars frá Harald, Alicia Keys, Bastille, Lana Del Rey, Girl In Red, Pixies, London Grammar, Gorillaz ft Beck, Hot Chip ft Jarvis Cocker og fleirum.
Lagalistinn
Harald - Fullkominn
Gregory Isaacs - Night Nurse
James Vincent McMarrow ft Kenny Beats - I Should Go
Alicia Keys - Love Looks Better
Ultraflex - Never Forget My Baby
Pet Shop Boys - West End Girls
Sufjan Stevens - Sugar
London Grammar - Californian Soil
Bastille - Survivin
Postal Service - Such Great Heights
Beabaadoobee - She Plays Bass
Girl In Red - Rue
Melody Gardot & Sting - Little Something
Tame Impala - Is It True
Ella Henderson & Roger Sanches - Dream On Me
Disclosure ft Gwen McCrae - Funky Sensation
Franz Ferdinand - Matinée
Pixies - Hear Me Out
Mammút - Pow Pow
Hamilton Leithauser - Isabella
Royal Blood - Troubles Coming
Audioslave - Cochise
Armand Van Helden - You Dont Know Me
Sophie Ellis Baxtor - Cryning at the Discoteque
Songhoy Blues - Barre
Gorillaz ft Beck - The Valley of the Pagans
Royksopp & Robyn - Monument
Hot Chip ft Jarvis Cocker - Stainght to the Morning
Hjálmar - Yfir hafið
Bad Manners - Walking In the Sunshine
Karen O & Willie Nelson - Under Pressure
Lana Del Rey - Let Me Love You Like a Woman
James Blake - Before
Working Mans Club - Valleys
MorMor - Dont Cry
Young Faters - Rain or Shine
Popparoft - Dance Dans
Charlatans - Plastic Machinery
Arlo Parks - Green Eyes
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.