14:03
Beethoven: Byltingarmaður tónlistarinnar
Æskuár í Bonn (1770-1792)
Beethoven: Byltingarmaður tónlistarinnar

Í þessari röð er fjallað um Ludwig van Beethoven og tónlist hans, í tilefni þess að í desember 2020 voru 250 ár liðin frá fæðingu hans. Leikin eru brot úr tónlist hans, auk þess sem sagt er frá lífi hans og samtíma, fjallað um heyrnarleysi og innri átök, og það hvernig nýstárleg og jafnvel byltingarkennd tónlist hans hafði varanleg áhrif á heim tónlistarinnar. Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson. Lesari: Orri Huginn Ágústsson.

Í þessum þætti er fjallað um æskuár Ludwigs van Beethoven, tónlistarnám hans í Bonn og fyrstu tónsmíðar, meðal annars píanókvartetta og kantötu í minningu Jósefs II. Austurríkiskeisara. Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson.

Tónlist sem flutt er í þættinum:

Sinfónía nr. 3, 1. kafli: Orchestre Révolutionnaire et Romantique, John Eliot Gardiner, stjórnandi

Sinfónía nr. 5, 1. kafli: Orchestre Révolutionnaire et Romantique, John Eliot Gardiner, stjórnandi

Sinfónía nr. 9, 4. kafli: Orchestre Révolutionnaire et Romantique, John Eliot Gardiner, stjórnandi

Joseph Haydn: Sinfónía nr. 58, 4. kafli: The English Concert, Trevor Pinnock, stjórnandi

Tilbrigði um Venni Amore, WoO 65: Mikhail Pletnev, píanó

Johann Sebastian Bach: Prelúdía í G-dúr úr Veltempraða hljómborðinu, 1. hefti: András Schiff, píanó

Píanósónata op. 10 nr. 3, 3. kafli: Igor Levit, píanó

Tilbrigði við mars eftir Ernst Dressler, WoO 63: Mikhail Pletnev, píanó

Sónata í f-moll, WoO 47: Emil Gilels, píanó

Píanókonsert í Es-dúr, WoO 4: Ronald Brautigam, píanó; Sinfóníuhljómsveitin í Norrköping, Andrew Parrott, stjórnandi

Píanókvartett í Es-dúr, WoO 36: Christoph Eschenbach, píanó; Norbert Brainin, fiðla; Peter Schidlof, víóla; Martin Lovett, selló

Tilbrigði um Ein Mädchen oder Weibchen úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart: Mischa Maisky, selló; Martha Argerich, píanó

Equali fyrir fjórar básúnur, WoO 30 nr. 3: Philip Jones Brass Ensemble

Kantata í minningu um Jósef II Austurríkiskeisara, 1. og 4. þáttur: Janice Watson, sópran; Corydon-hljómsveitin og kór, Matthew Best, stjórnandi

Píanósónata í C-dúr op. 53 (Waldstein), 1. kafli: Igor Levit, píanó

Tilbrigði um stef eftir Ferdinand Waldstein, WoO 67: Arthur og Lucas Jussen, píanó

Tilbrigði um Rule, Brittania, WoO 79: Olli Mustonen, píanó

Var aðgengilegt til 28. október 2021.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,