23:05
Lestin
Haunting of Bly Manor, Airwaves og fangi kýs í fyrsta sinn
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Í Lestinni í dag verður hringt til Kaliforníu og rætt við verðlauna-útvarpsmanninn og fyrrum fangann Earlonne Woods, sem býr sig nú undir að kjósa í fyrsta skipti. Earlonne er einn fjölmargra svartra karlmanna í bandaríkjunum sem ekki hefur getað tekið þátt í lýðræðinu vegna laga sem koma í veg fyrir að fangar geti kosið.

Tónleikahaldarar um allan heim hafa þurft að aflýsa öllum viðburðum og tónlistarhátíðum undanfarna mánuði. Tónlistarhátíðir hafa þó sumar hverjar farið fram með óvenjulegu sniði, yfirleitt í gegnum netið. Í Lestinni í dag kynnum við okkur hátíðarhald á tímum covid, og heyrum frá framkvæmdastjóra Iceland Airwaves um nýja vefstreymishátíð, Live from Reykjavík, sem Airwaves stendur fyrir í nóvember.

Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í nýja hrollvekuþætti á Netflix., The Haunting of Bly Manor, þættirnir sem byggja lauslega á skáldsögu Henry James koma í kjölfar hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta The haunting of hill house.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,