12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 28. október 2020
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Áttatíu og sex greindust með COVID hér á landi í gær. Einstaklingur á níræðisaldri lést í gær af völdum COVID og hafa þá tólf látist í faraldrinum hér. Aukinnar svartsýni gætir hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, sem segist ekki sjá fram á afléttingu aðgerða.

Faraldurinn virðist vera í töluverðum vexti á Norðurlandi eystra en þar eru nú 51 í einangrun. Lögreglan hefur óskað eftir því að allir sem heimsóttu veitingastaðinn Berlín síðastliðinn laugardag gefi sig fram.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið skýrslu af tuttugu og þremur skipverjum á togaranum Júlíusi Geirmundssyni.

Íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarheilbrigðiskerfum fékk nýverið tæplega þriggja milljarða fjármögnun. Forstjórinn segir að þörf fyrir fjarheilbrigðiskerfi sé enn meiri nú þegar heimsfaraldur geisar.

Tyrkir hóta hörðu vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsforseta á foríðu franska tímaritisins Charlie Hebdo. Forseti Írans varar fólk við því að smána spámannin Múhameð og segir það geta leitt til átaka og blóðsúthellinga.

Yfir tvö þúsund almennir borgara féllu í stríðinu í Afganistan fyrstu níu mánuði ársins. Enn geisa þar harðir bardagar þrátt fyrir samkomulag Talibana og Bandaríkjamanna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,