20:35
Mannlegi þátturinn
Þakklæti, fallegur vinskapur og póstkort frá Spáni
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Rannsóknir sýna að þeir sem halda þakklætisdagbók stunda líkamsrækt oftar og af meiri reglusemi, upplifa almennt betri heilsu, þjást af færri líkamsvillum eða óþægindum og líður almennt betur. Guðni Gunnarsson, stofnandi og upphafsmaður Rope Yoga og GLOmotion hugmyndafræðinnar var gestur okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá nýrri bók sem fjallar um mátt þakklætis.

Við rákum augun í fallega sögu í Morgunblaðinu í gær, um Tinnu og Ylfing, sem eru þriggjar ára og eru saman í leikskóla og eru óaðskiljanlegir vinir. Foreldrar þeirra áttuðu sig nýlega á því að þau voru tengd á óvæntan hátt. Langafi Ylfings ber sem sagt ábyrgð á því að langafi Tinnu kom til Íslands árið 1956 frá Ungverjalandi sem flóttamaður. Miklós Tölgyes, sem síðar fékk ís­lenskt nafn Mika­el Frans­son, hefur búið hér alveg síðan og er 85 ára í dag. Hér eignaðist hann konu og þau hafa getið af sér börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þannig má í raun segja að langafi Ylfings beri ábyrgð á tilvist Tinnu og þar með vinskap þeirra. Við fengum Huldu Jónsdóttur Tölgyes, móður Tinnu til að segja okkur þessa sögu í þættinum í dag.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins segir af vandanum sem fylgir því að kaupa olífuolíu. Það var líka sagt frá kurteisi Spánverja, samskiptum þeirra við norður Afríkuþjóðir, gríðarlegri sykurneyslu, plastmengun og undir lokin segir aðeins af farsóttinni sem fer reyndar ekki neitt og heldur áfram að hrella Spánverja sem og heim allann.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,