19:00
Endurómur úr Evrópu
Endurómur úr Evrópu

Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.

Hljóðritun frá tónleikum sönghópsins The Tallis Scholars sem fram fóru í Róm í Aula Magna salnum í Sapienza háskólanum í Róm í nóvember í fyrra.

Á efnisskrá eru verk eftir tónlistarmenn sem störfuðu við Sixtínsku kapelluna, s.s. Giovanni Pierluigi da Palestrina, Cristóbal de Morales, Gregorio Allegri og Josquin des Prez.

Stjórnandi: Peter Phillips.

Umsjón: Guðni Tómasson.

Var aðgengilegt til 27. nóvember 2020.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
e
Endurflutt.
,