06:50
Morgunvaktin
Ekki meiriháttar stefnubreyting hjá páfanum
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Frans páfi styður sambönd fólks af sama kyni og staðfesta samvist samkynhneigðra - þar sem hún er á annað borð lögfest. Þessi skoðun hans kemur fram í nýrri heimildarmynd. Sumir líta svo á að þarna kveði við nýjan tón. En er það raunin? Nei segir Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræði og trúarbrögðum, sem ræddi um páfann, kaþólsku kirkjuna og afstöðuna til samkynhneigðar.

Riða hefur greinst í sauðfé á fjórum bæjum í Skagafirði. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir bændur og samfélagið allt í Skagafirði. Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður ræddi um riðu við Sigurgeir Hreinsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Gunnar Sigurðsson bónda á Stóru-Ökrum þar sem riða greindist fyrst.

Ríkasti maður Suður-Kóreu, Lee Kun-hee, lést á sunnudag, 78 ára. Lee var forstjóri Samsung um árabil, og undir stjórn hans varð fjölskyldufyrirtækið Samsung einn helsti raftækjaframleiðandi heims og ómissandi hluti suðurkóreska hagkerfisins. Lee var tvisvar fundinn sekur um spillingu en náðaður í bæði skipti. Sonur hans og væntanlegur arftaki hefur sömuleiðis verið dæmdur fyrir mútugreiðslur. Við fjöllum um Lee-feðga, Samsung og suðurkóresk risafyrirtæki í þættinum í dag, Vera Illugadóttir sagði frá.

Tónlist: The gospel of Carlos Norman and Smith - Rickie Lee Jones og Chris Joyner

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,