18:00
Spegillinn
Spegillinn 15. janúar 2019
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Umsjón: Pálmi Jónasson

Greidd verða atkvæði í breska þinginu í kvöld um Brexit-samning ríkisstjórnar Theresu May. Allt bendir til þess að hann verði felldur.

Gera má ráð fyrir því að arðgreiðslur Landsvirkjunar aukist verulega á þessu ári og eftir nokkur ár greiði hún 10-20 milljarða í arð á hverju ári. Forstjóri Landsvirkjunar segir að stofnun auðlindasjóðs sé þess virði að skoða.

Minnst fimm létust í blóðugum óeirðum í Simbabve í gær eftir að stjórnvöld rúmlega tvöfölduðu verð á bensíni og dísilolíu.

Dregið hefur mikið úr fólksfjölgun í Noregi og og árgangurinn í fyrra er sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki.

Lengri umfjöllun:

Pálmi Jónasson ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur um atkvæðagreiðsluna um Brexit í kvöld í breska þinginu.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir að strax á þessu ári aukist arðgreiðslur Landsvirkjunar verulega. Þær haldi áfram að vaxa og eftir nokkur ár greiði fyrirtækið 10 til 20 milljarða í arð á hverju ári. Hann segir að hugmynd um auðlindasjóð sé vel þess virði að skoða. Sjóðurinn er ein af þeim hugmyndum sem ræddar eru í nýrri skýrslu um orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar sem kynnt var í dag. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð.

Norðmenn eru hættir að fjölga sér - hvort sem það er talinn kostur eða ekki. Fræðingartíðni hríðfellur og árgangurinn frá í fyrra sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,