15:03
Frjálsar hendur
Mesti ferðalangur allra tíma
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Mesti ferðalangur miðalda? Guðríður Þorbjarnardóttir? Marco Polo? Ekki beint. Það var marokkóski fræðimaðurinn Ibn Battuta. Á 14. öld fór hann um öll Miðjarðarhafs- og Miðausturlönd, langt suður með Afríkuströndum, um Mið-Asíu, Indland, Suðaustur-Asíu og alla leið til Kína. Illugi Jökulsson les ögn úr ótrúlegri ferðasögu hans.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,