20:35
Mannlegi þátturinn
Hans Jónatan, Björk hundaþjálfari og Jónína Leósdóttir
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Árið 1802 birtist á Djúpavogi ungur, þeldökkur maður sem settist þar að. Þessi maður hét Hans Jónatan og er eftir því sem best er vitað fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi. Enginn virtist hafa neitt við húðlitinn að athuga heldur var Hans Jónatan metinn fyrir sína góðu menntun og manngæsku. Hann starfaði við verslunina í Löngubúð á Djúpavogi og varð síðar verslunarstjóri og í dag . Hans hafði verið þræll allt sitt líf en það má segja að hann hafi stolið sjálfum sér og gerst frjáls maður á Íslandi. Afkomendur hans og Katrínar, eiginkonu hans, eru á tólfta hundraðið í dag. Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson komu í þáttinn og sögðu frá heimildarmynd sem þau hafa gert um merkilega sögu Hans Jónatans.

Björk Ingvarsdóttir býr og starfar á Hólmavík og hefur nýlegið lokið hundaþjálfaranámi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á ströndum, hitti Björk og fékk hana meðal annars til segja frá því þegar hundurinn hennar hún Tinna var hætt komin í sjónum við Hólmavík.

Bandalag jafnaðarmanna var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar eftir klofning í Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kosna á þing sama ár en varð skammlífur og árið 1986 gengu þrír þingmenn flokksins í Alþýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna var fyrsti flokkurinn til þess að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Jónína Leósdóttir var ein þeirra sem tók þátt í stofnun flokksins og hún rifjaði þennan tíma upp í þættinum.

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,