23:05
Lestin
Ljóðasetur Íslands, endalok heimsins, nýyrði í íslenskum handbolta, sj
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Þórarin Hannesson, stofnanda og forstöðumann Ljóðaseturs Íslands, sem starfrækt er á Siglufirði en aðsókn þar hefur stóraukist að undanförnu, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break fór að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar yfir vetrartímann. Erlendir ferðamenn sýna íslenskri ljóðlist mikinn áhuga og heimsækja setrið þar sem þeir fræðast um ljóðlistina og hlusta á ljóð. Á tímum loftslagsbreytinga, kjarnavopna og misskiptingar virðist vera auðveldara að hugsa sér endalok heimsins heldur en endalok kapítalismans. Handbolti kemur að gefnu tilefni við sögu í Lestinni í dag, rætt verður við Guðmund Marínó Ingvarsson sem hefur fjallað um nýyrði í íslenskum handbolta. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um sjálfsstjórnarforrit og dómsdag.

Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,