Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Karen Lind Ólafsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Liðin eru 90 ár í dag frá fæðingu eins áhrifamesta mannréttindafrömuðar síðari tíma og ógleymanlegs ræðusnillings. Martin Luther King fæddist 15. janúar 1929. Við rifjuðum upp og fluttum brot úr frægustu ræðu hans, I have a dream, og fluttum dálítinn blús, sem saminn var í tilefni morðsins á King 1968. - Íslenskur sjávarútvegur er mikið karlavígi. Forstjórar sjávarútvegsfyrirtækjanna eru jafnan karlar og stjórnarmennirnir líka. Á því er þó einstaka undantekning; nokkrar konur sitja í stjórnum útgerðarfélaga. En hvernig ætli þeim líði í störfum sínum innan um alla karlana og hver er upplifun þeirra af greininni? Guðfinna Pétursdóttir rannsakaði málið í lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún, og leiðbeinandi hennar, Ásta Dís Óladóttir lektor, komu á Morgunvaktina hálf átta, og ræddu um konur í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja. - Stefan Löfven, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur frest fram yfir hádegi á morgun til að tryggja stuðning þvert á meginlínur sænskra stjórnmála við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Atkvæði verða þá greidd í þinginu á föstudag. Í gær voru fjórir mánuðir liðnir frá þingkosningum en allar tilraunir til myndunar nýrrar ríkisstjórnar hafa farið út um þúfur. Nú síðast treysti Vinstriflokkurinn sér ekki til að styðja eða veita hlutleysi samstarfssamning Jafnaðarmanna, Græningja, Miðflokksins og Frjálslyndra. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, fór yfir stöðuna í Svíþjóð að loknum 8-fréttum. - Sú var tíð að pukrast var með andlega sjúkdóma. Fólk talaði ekki um geðræn veikindi, hvorki sín né vina og vandamanna. Þetta hefur breyst, sem betur fer, fólk er opnara og viðurkennir sjúkdóma fyrir sjálfu sér og öðrum. Nýverið kom út bókin Riddarar hringavitleysunnar en í henni fjallar Ágúst Kristján Steinarrsson um eigin geðhvörf og lýsir baráttu sinni við veikindin. Ágúst Kristján sagði frá reynslu sinni. - Tónlist: Otis Spann - Blues for Martin Luther King; ABBA - Take a chance on me; Ágúst Kristján Steinarrsson - Ég er hér.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Ragnhildir vinnur sem markþjálfi í dag og segir í þættinum frá því hvernig hægt sé að hanna lífið sitt upp á nýtt.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Árið 1802 birtist á Djúpavogi ungur, þeldökkur maður sem settist þar að. Þessi maður hét Hans Jónatan og er eftir því sem best er vitað fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi. Enginn virtist hafa neitt við húðlitinn að athuga heldur var Hans Jónatan metinn fyrir sína góðu menntun og manngæsku. Hann starfaði við verslunina í Löngubúð á Djúpavogi og varð síðar verslunarstjóri og í dag . Hans hafði verið þræll allt sitt líf en það má segja að hann hafi stolið sjálfum sér og gerst frjáls maður á Íslandi. Afkomendur hans og Katrínar, eiginkonu hans, eru á tólfta hundraðið í dag. Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson komu í þáttinn og sögðu frá heimildarmynd sem þau hafa gert um merkilega sögu Hans Jónatans.
Björk Ingvarsdóttir býr og starfar á Hólmavík og hefur nýlegið lokið hundaþjálfaranámi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á ströndum, hitti Björk og fékk hana meðal annars til segja frá því þegar hundurinn hennar hún Tinna var hætt komin í sjónum við Hólmavík.
Bandalag jafnaðarmanna var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar eftir klofning í Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kosna á þing sama ár en varð skammlífur og árið 1986 gengu þrír þingmenn flokksins í Alþýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna var fyrsti flokkurinn til þess að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Jónína Leósdóttir var ein þeirra sem tók þátt í stofnun flokksins og hún rifjaði þennan tíma upp í þættinum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Alþingis fundar í hádeginu með formönnum allra þingflokka þar sem meðal annars verður farið yfir framhald Klausturmálsins. Formlega er það ekki komið til siðanefndar vegna vanhæfis forsætisnefndar en reynt er að finna því farveg.
Breskir þingmenn greiða í dag atkvæði um Brexit-samning ríkisstjórnar Theresu May. Búist er við að hann verði felldur. Danir hafa miklar áhyggjur af útflutningi til Bretlands ef Bretar fara úr Evrópusambandinu án samnings.
Húsnæðisskuldir heimilanna halda áfram að aukast. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð á liðnu ári.
Aðalkrafa BHM í komandi kjaraviðræðum er að menntun verði metin til launa. Þá er þess einnig krafist að vinnuvikan verði stytt. Formaður BHM segir að samningar á almenna markaðnum hafi áhrif á það hversu hárra launa verður krafist.
Djúpavogshreppur hefur aflétt banni á efnistöku vegna vegalagningar yfir Berufjarðarbotn. Vegagerðin hefur beðist afsökunar á að hafa tekið meira en leyft var og vonar að hægt verði að opna nýja veginn í sumar
Íslenska karlalandsliðið fær í frí á heimsmeistaramóti karla í handbolta í dag. Tíminn verður notaður til að undirbúa liðið fyrir leikinn gegn Japan á morgun.
Veðurhorfur: Hvöss norðaustanátt um landið norðvestanvert, annars talsvert hægari vindur. Snjókoma eða él, einkum norðanlands, frost að sjö stigum. Víða norðaustan tíu til átján síðdegis og léttir til sunnan heiða. Minnkandi norðanátt og él á morgun, en léttskýjað á suður- og vesturlandi. Frost að tíu stigum.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson hagfræðingar: Sögðu frá hugmyndum sínum um auðlindasjóð og hvernig hægt væri að nýta sem best arð frá orkuauðlindum í auðlindasjóð.
Halldór Pálmar Halldórsson forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Suðurnesjum: Rannsókn á örplasti í kræklingi.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur hjá Náttúrustofu norðausturlands: Rannsókn á plasti í fýlum.
Friðrik Páll Jónsson: Trump, Rússarannsókn og deilur um múrinn við Mexíkó.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Mesti ferðalangur miðalda? Guðríður Þorbjarnardóttir? Marco Polo? Ekki beint. Það var marokkóski fræðimaðurinn Ibn Battuta. Á 14. öld fór hann um öll Miðjarðarhafs- og Miðausturlönd, langt suður með Afríkuströndum, um Mið-Asíu, Indland, Suðaustur-Asíu og alla leið til Kína. Illugi Jökulsson les ögn úr ótrúlegri ferðasögu hans.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Í þætti dagsins ætlum við að forvitnast um kennileiti í borginni sem hefur alla tíð verið staður innblásturs og háleitra hugmynda, Skólavörðuholtið. Kjartan Már Ómarsson, doktorsnemi í bókmenntafræði, skrifaði grein um holtið í nýjasta hefti Andvara, og hann mun segja okkur betru frá hér í lok þáttarins.
Við tökum Guðrúnu Evu Mínervudóttur einnig tali um hennar nýjustu bók, smásagnasafnið Ástin, Texas, sem er bók vikunnar á Rás1.
Andri M. Kristjánsson fjallar um nýjustu bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, SKúli Fógeti: Faðir Reykjavíkur - saga frá átjándu öld, sem er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur hefur á ný göngu sína sem pistlahöfundur okkar hér í Víðsjá, hún mun næsta misserið fjalla um allt milli himins og jarðar, en í dag er það dansinn sem á hug hennar allan.
En við byrjum á leikhúsinu. María Kristjánsdóttir sá einleikinn Ég dey eftir Charlottu Böving í Borgarleikhúsinu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Þórarin Hannesson, stofnanda og forstöðumann Ljóðaseturs Íslands, sem starfrækt er á Siglufirði en aðsókn þar hefur stóraukist að undanförnu, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break fór að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar yfir vetrartímann. Erlendir ferðamenn sýna íslenskri ljóðlist mikinn áhuga og heimsækja setrið þar sem þeir fræðast um ljóðlistina og hlusta á ljóð. Á tímum loftslagsbreytinga, kjarnavopna og misskiptingar virðist vera auðveldara að hugsa sér endalok heimsins heldur en endalok kapítalismans. Handbolti kemur að gefnu tilefni við sögu í Lestinni í dag, rætt verður við Guðmund Marínó Ingvarsson sem hefur fjallað um nýyrði í íslenskum handbolta. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um sjálfsstjórnarforrit og dómsdag.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Pálmi Jónasson
Greidd verða atkvæði í breska þinginu í kvöld um Brexit-samning ríkisstjórnar Theresu May. Allt bendir til þess að hann verði felldur.
Gera má ráð fyrir því að arðgreiðslur Landsvirkjunar aukist verulega á þessu ári og eftir nokkur ár greiði hún 10-20 milljarða í arð á hverju ári. Forstjóri Landsvirkjunar segir að stofnun auðlindasjóðs sé þess virði að skoða.
Minnst fimm létust í blóðugum óeirðum í Simbabve í gær eftir að stjórnvöld rúmlega tvöfölduðu verð á bensíni og dísilolíu.
Dregið hefur mikið úr fólksfjölgun í Noregi og og árgangurinn í fyrra er sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki.
Lengri umfjöllun:
Pálmi Jónasson ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur um atkvæðagreiðsluna um Brexit í kvöld í breska þinginu.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir að strax á þessu ári aukist arðgreiðslur Landsvirkjunar verulega. Þær haldi áfram að vaxa og eftir nokkur ár greiði fyrirtækið 10 til 20 milljarða í arð á hverju ári. Hann segir að hugmynd um auðlindasjóð sé vel þess virði að skoða. Sjóðurinn er ein af þeim hugmyndum sem ræddar eru í nýrri skýrslu um orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar sem kynnt var í dag. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð.
Norðmenn eru hættir að fjölga sér - hvort sem það er talinn kostur eða ekki. Fræðingartíðni hríðfellur og árgangurinn frá í fyrra sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.
Við erum í útvarpinu alla mánudaga til fimmtudaga í vetur kl: 18:30 á RÁS 1 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman, læra um alls konar spennandi hluti sem tengjast menningu, vísindum, sögum og fréttum, hlusta á skemmtilega tónlist og fá til okkar krakka í spjall.
Heyrumst!
Þáttastjórnendur:
Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Jóhannes Ólafsson og Sævar Helgi Bragason.
Tónlistarsería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist...
Hvað er rokktónlist? Þarf að hafa sítt hár til að geta talist rokkari? Hvernig hljóðfæri eru í rokkhljómsveit? Hvað er riff? Hvernig eru rokklög gerð? Afhverju spila rokkarar svona hátt? Og hvaða suð er þetta sem maður heyrir alltaf á rokktónleikum?
Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða rokktónlist.
Sérfræðingur þáttarins er Hrafnkell Örn Guðjónsson, rokktrommuleikari
Hugleiðingar um rokktónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Dánarfregnir
Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir og Guðni Tómasson.
Hljóðritun frá opnunartónleikum Ittingen-tónlistarhátíðarinnar í Sviss í maí í fyrra.
Á efnisskrá eru verk eftir Francesco Maria Veracini, Johann Adolf Hasse, Antónín Dvorák, Toshio Hosokawa, Jan Dismas Zelenka og George Friederic Händel.
Flytjendur: La Cetra barokksveitin, Katharina Heutjer fiðluleikari, Xenia Löffler óbóleikari, Gabriele Gombi fagottleiakri og Pavel Haas strengjakvartettinn.
Stjórnandi er bokkflautuleikarinn Maurice Steger.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Árið 1802 birtist á Djúpavogi ungur, þeldökkur maður sem settist þar að. Þessi maður hét Hans Jónatan og er eftir því sem best er vitað fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að á Íslandi. Enginn virtist hafa neitt við húðlitinn að athuga heldur var Hans Jónatan metinn fyrir sína góðu menntun og manngæsku. Hann starfaði við verslunina í Löngubúð á Djúpavogi og varð síðar verslunarstjóri og í dag . Hans hafði verið þræll allt sitt líf en það má segja að hann hafi stolið sjálfum sér og gerst frjáls maður á Íslandi. Afkomendur hans og Katrínar, eiginkonu hans, eru á tólfta hundraðið í dag. Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson komu í þáttinn og sögðu frá heimildarmynd sem þau hafa gert um merkilega sögu Hans Jónatans.
Björk Ingvarsdóttir býr og starfar á Hólmavík og hefur nýlegið lokið hundaþjálfaranámi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á ströndum, hitti Björk og fékk hana meðal annars til segja frá því þegar hundurinn hennar hún Tinna var hætt komin í sjónum við Hólmavík.
Bandalag jafnaðarmanna var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar eftir klofning í Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kosna á þing sama ár en varð skammlífur og árið 1986 gengu þrír þingmenn flokksins í Alþýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. Bandalag jafnaðarmanna var fyrsti flokkurinn til þess að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Jónína Leósdóttir var ein þeirra sem tók þátt í stofnun flokksins og hún rifjaði þennan tíma upp í þættinum.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson hagfræðingar: Sögðu frá hugmyndum sínum um auðlindasjóð og hvernig hægt væri að nýta sem best arð frá orkuauðlindum í auðlindasjóð.
Halldór Pálmar Halldórsson forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Suðurnesjum: Rannsókn á örplasti í kræklingi.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur hjá Náttúrustofu norðausturlands: Rannsókn á plasti í fýlum.
Friðrik Páll Jónsson: Trump, Rússarannsókn og deilur um múrinn við Mexíkó.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Þórarin Hannesson, stofnanda og forstöðumann Ljóðaseturs Íslands, sem starfrækt er á Siglufirði en aðsókn þar hefur stóraukist að undanförnu, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break fór að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar yfir vetrartímann. Erlendir ferðamenn sýna íslenskri ljóðlist mikinn áhuga og heimsækja setrið þar sem þeir fræðast um ljóðlistina og hlusta á ljóð. Á tímum loftslagsbreytinga, kjarnavopna og misskiptingar virðist vera auðveldara að hugsa sér endalok heimsins heldur en endalok kapítalismans. Handbolti kemur að gefnu tilefni við sögu í Lestinni í dag, rætt verður við Guðmund Marínó Ingvarsson sem hefur fjallað um nýyrði í íslenskum handbolta. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um sjálfsstjórnarforrit og dómsdag.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Eiríkur Guðmundsson
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Rekstur sauðfjárbúa hefur verið mjög þungur undanfarin ár og ljóst að gera þarf breytingar. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda kom til okkar og sagði okkur meira af þessu.
Í síðustu viku kom það mörgum í opna skjöldu að heyra að fyrir dyrum stæði gríðarmikill niðurskurður hjá Hafrannsóknarstofnun. Leggja þyrfti öðru af tveimur hafrannsóknarskipum, segja upp allri áhöfn þess til viðbótar við fyrirsjáanlega útleigu hins skipsins hluta úr árinu, vegna fjárskorts. Þegar á reyndi virtist þetta ekki bara koma almenningi og starfsmönnum Hafró á óvart, heldur líka sjálfu fjárveitingavaldinu. Nú berast þær fréttir að búið sé að stoppa í gatið og enginn blóðugur niðurskurður sé í vændum. Eða hvað? Við ræddum við forstjóra Hafrannsóknarstofnunar.
Hart er nú deilt um samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum en þar hafa íbúar lengi kallað eftir úrbótum. Ekki er kominn niðurstaða í hvort leggja eigi veg um Teigskóg eða hvort fara eigi svokallaða R leið. Reykhólahreppur hefur skipulagsvaldið og þar er talað um að fara R leiðina. Sveitastjórnir annara sveitafélaga og Vegagerðin vilja hinsvegar veginn um Teigskóg og óttast að ef sú leið verði ekki farin muni málið tefjast verulega. Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð fór yfir þetta með okkur.
Sævar Helgi Bragason kom í sitt vikulega spjall um vísindi. Hann fjallaði m.a. um tunglmyrkva og um klukkmálið svonefnda.
Tónlist:
Magnús Þór Sigmundsson - Blue Jean Queen.
Jack Johnson - Better together.
Hjaltalín - Stay by you.
Sniglabandið - Elskaðu heiminn.
Hildur - I'll walk with you.
U2 - Mysterious ways.
Amy Winehouse - I'm no good.
Aerosmith - I don't wanna miss a thing.
Auður - 2020 (ft. Valdimar Guðm. og Clubdub).
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 15. janúar 2019
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Svavar Knútur - Haustvindar
Madness - Gray day
Death cap for cutie - Northern lights
LL Cool J - I need love
Elín Sif - Make you feel better
Hjálmar - Fyrir þig
Amabadama - Dágóða stund
Amy Winehouse - The girl from Ipanema
Snorri Helgason - Ólán
Pollapönk - Enda fordóma
Kanye West - Golddigger ft. Jamie Foxx
Korn - Word up
10:00
Vök - Spend the love
Oasis - Sunday morning call
Lindy Vopnfjörð - Love me like that
Justin Bieber - Sorry
Kacey Musgraves - Slow burn
Gildran - Snjór
Kalli Tomm - Bróðir (Plata vikunnar - Oddaflug)
Red hot chili peppers - Breaking the girl
Strax - Havana
Silk City - Electricity ft. Dua Lipa
Bo - Sönn ást
John Lennon - Woman
11:00
Í svörtum fötum - Dag sem dimma nátt
Drake - Hotline bling
Jet black Joe - Summer is gone
XXX Rottvælurnar - Bent nálgast
Hozier - Movement
Pet shop boys - Where the streets have no name/Cant take myeyes of you
Viking Giant Show - Party @ the white house
Clean Bandid - Solo
Egó - Fjöllin hafa vakað
Júíus Meyvant - Let it pass
House of pain - Top of the morning to ya
Portugal the man - Feel it still
12:00
Jónas Sig - Milda hjartað
Hjaltalín - Baronesse
Bee Gees - Stayin alive
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Alþingis fundar í hádeginu með formönnum allra þingflokka þar sem meðal annars verður farið yfir framhald Klausturmálsins. Formlega er það ekki komið til siðanefndar vegna vanhæfis forsætisnefndar en reynt er að finna því farveg.
Breskir þingmenn greiða í dag atkvæði um Brexit-samning ríkisstjórnar Theresu May. Búist er við að hann verði felldur. Danir hafa miklar áhyggjur af útflutningi til Bretlands ef Bretar fara úr Evrópusambandinu án samnings.
Húsnæðisskuldir heimilanna halda áfram að aukast. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð á liðnu ári.
Aðalkrafa BHM í komandi kjaraviðræðum er að menntun verði metin til launa. Þá er þess einnig krafist að vinnuvikan verði stytt. Formaður BHM segir að samningar á almenna markaðnum hafi áhrif á það hversu hárra launa verður krafist.
Djúpavogshreppur hefur aflétt banni á efnistöku vegna vegalagningar yfir Berufjarðarbotn. Vegagerðin hefur beðist afsökunar á að hafa tekið meira en leyft var og vonar að hægt verði að opna nýja veginn í sumar
Íslenska karlalandsliðið fær í frí á heimsmeistaramóti karla í handbolta í dag. Tíminn verður notaður til að undirbúa liðið fyrir leikinn gegn Japan á morgun.
Veðurhorfur: Hvöss norðaustanátt um landið norðvestanvert, annars talsvert hægari vindur. Snjókoma eða él, einkum norðanlands, frost að sjö stigum. Víða norðaustan tíu til átján síðdegis og léttir til sunnan heiða. Minnkandi norðanátt og él á morgun, en léttskýjað á suður- og vesturlandi. Frost að tíu stigum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir
Þriðjudagur í dag en eins og hlustendur vita er það tilgangslausasti dagur vikunnar en við reynum nú samt að gera bara gott úr þessu og hlusta á góða mússík og drekka kaffi.
Lagalistinn
Davíð Ólafsson - Truth
Gus Gus - Over
Anderson Paak- Tints
Alicia Keys & Jay Z - Empire State of Mind
Liam Gallagher - For What Its Worth
Richard Ashcroft - Surprised By the Joy
Pet Shop Boys - West End Girls
Foster the People - Worst Nights
Ian Brown - First World Problems
Lay Low - Gently
GDRN - Það sem var
Kalli Tomm - Engin svör
Mark Ronson ft Miley - Nothing Brakes Like A Heart
Lizzo - Juice
Prince - Cream
Broken Bells - Shelter
Chris Isaac - Wicked Game
Á móti sól - Afmæli
Studio Killers - Party like it's your birthday
Júníus Meyvant - High Alert
Post Malone - Sunflower
Lorde - Green Light
Van Morrison - Moondance
Herra Hnetusmjör - Upp til hópa
Mark Ronson & Bruno Mars - Uptown Funk
Rolling Blackouts Coastal Fever - Talking Straight
Sarah Klang - Strangers
Una Stef - Rock and Roll dancer
Beck - Dear life
Hjálmar - Fyrir þig
Auður - 2020 ft. Valdimar og Clubdub
Black Eyed Peas - I gotta feelin'
Lauren Daigle - Still Rolling Stones
Grimes - We appreciate power
Babybird - You're gorgeous
Kalli Tomm - Sofandi barn
MÖ - Final song
Sonny & Cher - I got you babe
Raven - Sweet Lovin'
Twenty one pilots - My Blood
John Mayer - Slow dancing in a burning room
Dream Wife - Hey Heartbraker
Robbie Williams - Feel
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Skíðaþyrst fólk hefur þurft að bíða nokkuð þennan veturinn eftir nógu miklum snjó til þess að komast á skíði í grennd við höfuðborgarsvæðið. Við fengum þó fréttir af því að einhver skíðsvæði borgarinnar hafi opnað í dag, í fyrsta sinn í vetur. Við sláum á þráðinn til Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöllum og tökum stöðuna þar.
Í kvöld greiðir breska þingið atkvæði um samning ríkisstjórnar Theresu May vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May hefur gengið illa að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn og óvíst hver staðan verður 29. mars næstkomandi þegar Brexit gengur formlega í gegn. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður ætlar að segja okkur betur frá þessu á eftir.
Við ætlum líka að forvitnast um litla hátíð sem er kölluð Vetrarsól á Ströndum. Kristín Lárusdóttir er potturinn og pannan í þeirri hátíð. Hún verður á línunni.
Hljómsveitin Eva sér um tónlistina í leikritinu Insomnia sem leikhópurinn Stertabenda hefur sett á svið undanfarnar vikur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Hljómsveitarmeðlimir eru tveir, það eru þær Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir. Þær kíkja til okkar nú þegar sýningum fer að ljúka.
Íslendingar áttu stórleik á HM í gær þegar þeir unnu Barein 36-18, framundan eru tveir leikir í þessari viku, það er Japan á morgun og Makedónía á fimmtudaginn. Við sláum á þráðinn til Þýskalands þar sem Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður fylgist náið með málum og ætlar að fara yfir stöðuna. Við ætlum líka að heyra í Kjartani Vídó Ólafssyni, markaðs og fjölmiðlafulltrúa HSÍ.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Pálmi Jónasson
Greidd verða atkvæði í breska þinginu í kvöld um Brexit-samning ríkisstjórnar Theresu May. Allt bendir til þess að hann verði felldur.
Gera má ráð fyrir því að arðgreiðslur Landsvirkjunar aukist verulega á þessu ári og eftir nokkur ár greiði hún 10-20 milljarða í arð á hverju ári. Forstjóri Landsvirkjunar segir að stofnun auðlindasjóðs sé þess virði að skoða.
Minnst fimm létust í blóðugum óeirðum í Simbabve í gær eftir að stjórnvöld rúmlega tvöfölduðu verð á bensíni og dísilolíu.
Dregið hefur mikið úr fólksfjölgun í Noregi og og árgangurinn í fyrra er sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki.
Lengri umfjöllun:
Pálmi Jónasson ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur um atkvæðagreiðsluna um Brexit í kvöld í breska þinginu.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir að strax á þessu ári aukist arðgreiðslur Landsvirkjunar verulega. Þær haldi áfram að vaxa og eftir nokkur ár greiði fyrirtækið 10 til 20 milljarða í arð á hverju ári. Hann segir að hugmynd um auðlindasjóð sé vel þess virði að skoða. Sjóðurinn er ein af þeim hugmyndum sem ræddar eru í nýrri skýrslu um orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar sem kynnt var í dag. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð.
Norðmenn eru hættir að fjölga sér - hvort sem það er talinn kostur eða ekki. Fræðingartíðni hríðfellur og árgangurinn frá í fyrra sá minnsti frá stríðslokum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur beðið ungt fólk að gera það sem gera þarf til að landsmönnum fækki ekki. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Music Moves Europe Talent Award og Golden Globe
Við ætlum að hlusta á mikið af músík í þessum þætti sem hefur sjaldan eða aldrei heyrst áður í þessum þætti eða á Rás 2
Við ætlum að kynnast listafólkinu unga sem hlýtur í ár ný evrópsk tónlistarverðlaun; Music Moves Europe Talent Award, eða MMETA, en verðlaunaafhendingin fer fram miðvikudagskvöldið 16. janúar við hátíðlega athöfn í borginni Groningen í Hollandi á Eurosonic Festival. Reykjavikurdætur eru á meðal vinningshafa.
Við ætlum líka að heyra lögin 5 sem voru tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna í ár í flokknum lag ársins frumsamið fyrir kvikmynd, en Golden Globe verðlaunin voru afhent fyrir viku.