16:05
Víðsjá
Skólavörðuholtið, Ástin Texas, Skúli fógeti, leikrit um dauðann og hug
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Í þætti dagsins ætlum við að forvitnast um kennileiti í borginni sem hefur alla tíð verið staður innblásturs og háleitra hugmynda, Skólavörðuholtið. Kjartan Már Ómarsson, doktorsnemi í bókmenntafræði, skrifaði grein um holtið í nýjasta hefti Andvara, og hann mun segja okkur betru frá hér í lok þáttarins.

Við tökum Guðrúnu Evu Mínervudóttur einnig tali um hennar nýjustu bók, smásagnasafnið Ástin, Texas, sem er bók vikunnar á Rás1.

Andri M. Kristjánsson fjallar um nýjustu bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, SKúli Fógeti: Faðir Reykjavíkur - saga frá átjándu öld, sem er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka.

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur hefur á ný göngu sína sem pistlahöfundur okkar hér í Víðsjá, hún mun næsta misserið fjalla um allt milli himins og jarðar, en í dag er það dansinn sem á hug hennar allan.

En við byrjum á leikhúsinu. María Kristjánsdóttir sá einleikinn Ég dey eftir Charlottu Böving í Borgarleikhúsinu.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,