19:00
Tónhjólið
50 ára afmæli Kammersveitar Reykjavíkur
Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Tónhjólið er með óhefðbundnu sniði í dag, en tilefnið er ærið, því nú í haust fagnar Kammersveit Reykjavíkur hálfrar aldar afmæli. Afmælistónleikar sveitarinnar fóru fram í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 8. september, og verður hljóðritun frá tónleikunum flutt ás Rás 1 þriðjudagskvöldið 17. september. Fleiri hljóðritanir Kammersveitarinnar koma svo til með að heyrast á tónlistarkvöldum útvarpsins á komandi vikum. En í Tónhjóli dagsins ætlar Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur að vera með okkur og leiða okkur í gegnum tónlistarferðalag um starfsemi sveitarinnar frá upphafi, eða frá árinu 1974.

Tónlist í þættinum:

Lagasyrpa eftir Inga T Lárusson, í útsetningu Jóns Sigurðsson. Upptaka af minningartónleikum í Háskólabíói í febrúar árið 1976.

Pierrot Lunaire op 21 eftir Arnold Schoenberg, 3. hluti. Stjórnandi: Paul Zukofsky.

Flytjendur: Rut L. Magnússon. talsöngur/Sprechgesang ; Rut Ingólfsdóttir, fiðla/víóla ; Carmel Russill, selló ; Bernharður Wilkinson, flauta/pikkóló ; Gunnar Egilson, klarinett ; Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanó. Upptaka úr útvarpssal frá árinu 1981. Um upptöku sáu Bjarni Rúnar Bjarnason og Þorbjörn Sigurðsson.

Jón Nordal:Concerto Lirico, 3. kafli, Adagio. Af Portrait diski frá árinu 1991, stjórnandi Paul Zukofsky.

Atli Heimir Sveinsson: Tíminn og vatnið, ljóð Steins Steinarrs. Ég var drjúpandi höfuð. Einsöngvari Sverrir Guðjónsson, stjórnandi Paul Zukofsky. 1994.

Johann Sebastian Bach: Brandenborgarkonsert nr 4, 1. kafli: Allegro. Einleikarar: Rut Ingólfsdóttir, fiðla ; Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir, flautur, stjórnandi Jaap Schröder. Upptaka frá árinu 2000.

Arvo Pärt: Te deum fyrir kóra, píanó, segulband (vindhörpu) og strengjasveit. Lokakafli verksins. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Andreas Peer Kähler og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Upptaka frá tónleikum í Langholtskirkju árið 1998.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 18 mín.
e
Endurflutt.
,