mars 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|

Veðurstofa Íslands.
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Mikil tengsl voru á milli Flateyjar og Flateyjardals en dalurinn fór í eyði nokkru áður, eins og fleiri afskekktar byggðir á norðausturhluta landsins. Saga eyjunnar og dalsins er samofin á svo margan hátt, hjónabönd urðu til, fólk fluttist búferlum á milli og jafnvel kirkjan var flutt á milli lands og eyju. Viðmælendur í þættinum, sem er annar þátturinn af sex í þáttaröðinni, eru: Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hallur Jóhannesson og Jóhannes Jónsson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru þau Eiríkur Bergmann og Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingar, og Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þau ræddu meðal annars afsögn barna- og menntamálaráðherra, úrræðaleysi í málefnum barna með fjölþættan vanda og rektorskjör í Háskóla Íslands.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Ráðherraskipti fara fram á Bessastöðum eftir hádegi á morgun. Ólafur Þ. Harðarson segir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur hafa verið mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórnina en að það hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið og ríkisstjórnina til lengri tíma.
Þrettán voru handteknir í þremur aðgerðum lögreglu í nótt sem allar tengjast hópslagsmálum í miðbæ Reykjavíkur. Fangaklefarnir á Hverfisgötu fylltust og flytja þurfti suma þeirra handteknu á Suðurnesin og Akranes til að koma þeim í klefa.
Meira en hálf milljón missir dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir að ríkisstjórn Donalds Trump ákvað að fella úr gildi áætlun sem Joe Biden setti af stað fyrir þremur árum.
Netumbo Nandi-Ndaitwah (Nandí in deitva), áður varaforseti, tók við embætti forseta Namibíu í gær. Hún vann forsetakosningar landsins í fyrra fyrir SWAPO-flokkinn, sem hefur stýrt Namibíu síðan landið hlaut sjálfstæði.
Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofa athugar hvort það sæmræmist brunavörnum að setja festingar á glugga á meðferðardeild þess á Vogi. Fjórtán sinnum hefur þurft að leita að börnum sem struku þaðan síðan deildin opnaði fyrir mánuði síðan.
Endurskilgreina þarf lagaákvæðu um brot í nánu sambandi. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að ákvæðið sé of þröngt og uppfylli ekki skilyrði
Raflínur sem liggja til Þórshafnar við Langanes eru komnar að þolmörkum og eftir að ný frystigeymsla Ísfélegsins verður tekinn í notkun má segja að ekkert svigrúm sé eftir til uppbyggingar eða orkuskipta. Fulltrúar RARIK og Landsnets hittu þingmenn og ráðherra fyrir helgi og ræddu lausnir. Líklegast er að RARIK leggi nýja streng sem gæti komist í gagnið eftir þrjú ár.
Úrslitin ráðast í bikarkeppni kvenna og karla í körfubolta í Smáranum í dag. Kvennalið Njarðvíkur og Grindavíkur mætast í kvennaflokki og karlamegin verður Reykjavíkurslagur milli KR og Vals.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Í þættinum í dag fjöllum við um vafasama viðskiptahætti svissneska fyrirtækisins Nestlé með ungbarnavörur, bæði í nútíð og fortíð. Fyrirtækið framleiðir meðal annars KitKat-súkkulaðið, Nespresso og Smarties en líka matvörur fyrir ungbörn, til dæmis þurrmjólk. Og sums staðar er sykri bætt í þurrmjólkina, og þess ekki getið á umbúðunum. Það er til dæmis gert víða í Afríku. Við rýnum í skýrsluna, „Hvernig Nestlé fær börn í lágtekjuríkjum til að ánetjast sykri.“
Svo snúum við okkur að ástinni á gervigreindaröld. Gervigreindin er heillandi og óhugnaleg á sama tíma. Gervigreindarspjallforrit hafa þróast á ógnarhraða og nú er hægt að eiga samtöl við spjallmenni og jafnvel ástarsambönd. Við heyrum sögu konu sem á í slíku sambandi í þættinum. Sænskir forritarar bjuggu til stefnumótaforrit sem heitir Baibe, þar sem hægt er að mynda ástarsamband við gervigreindina. Róbert Jóhannsson ræddi við annan stofnenda forritsins og prófessor í félagsfræði um hvort gervigreindin sé það sem koma skal þegar ástin og nándin er annars vegar.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Matthias Engler spilaði indírokk á gítar og trommur, en sneri sér svo klassísku slagverki. Hans aðal er nútímatónlist, ekki síst nútímatónlist með spunafléttu og tilraunakenndum tilbrigðum. Hann hefur komið að ótal tónverkum og tónleikum með tónlistarhópnum Ensemble Adapter, en hefur einnig samið eigin tónverk og hugmyndalistarverk.
Lagalisti:
Óútgefið - Knock on Wood, Babe
Óútgefið - "drummed variation"
Óútgefið - Sad Music For Lonely People
Óútgefið - [indistinct chatter]
Óútgefið - Last Night (Nose Song)
Óútgefið - 90 Cents Dub

Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Þátturinn tekst á við þá spurningu hvort mögulegt er að læra nýtt tungumál á 10 mánuðum. Talað er við þau Yuru Harada sem er skiptinemi á Íslandi frá Japan og Orra Eliasen sem er skiptinemi á Ítalíu frá Íslandi. Þau settu sér bæði það markmið að læra nýtt tungumál í 10 mánaða dvöl í nýju landi. Við heyrum hvort þau náðu markmiðum sínum. Renata Emilsson Peskova er sérfræðingur í fjöltyngi á menntavísindasviði HÍ svarar hversu raunhæft markmið það er fyrir 17 ára ungmenni að læra tungumál á 10 mánuðum.
Umsjón: Harpa Rut Hilmarsdóttir
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
9.Þáttur.
Stan Kenton setti merkið hátt og þróaði svinghljósmveit sín í einskonar sinfóníusveiflusveit með latínslagverki og strengjum. Bestur var hann á einfaldari nótunum með einleikara einsog Vido Musso og Kai Winding , söngkonuna June Christy og útsetjara á borð við Peter Rugolo. Í þessum þætti leikum við Capiton upptökur með Kenton hljómsveitinni frá 1943 til 1947.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Pólskar bókmenntir á 20. öld eru í brennidepli í þættinum. Út er komin þýðing á ljóðum Papúszu, pólsku rómaskáldi sem nú er komin út í fyrsta sinn á íslensku í smáritaröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Maó Alheimsdóttir þýðir ljóðin og Sofiya Zahova skrifar ítarlega um ævi og verk Papúshu, sem er reyndar skáldanafn Bronislawa Wajs, og Sofiya staðsetur kveðskap hennar í samhengi við menningu rómafólks, sögu Póllands og heimsbókmenntir.
Svo hef ég verið að lesa aðrar pólskar bókmenntir sem hafa ekki verið þýddar á íslensku. Í dag segi ég frá bók frá 1928 eftir Bruno Jasienski sem heitir Ég brenni París, óbeisluð frásögn sem gerði allt vitlaust á sínum tíma ekkert síður en núna. Jasienski var sakaður um að boða niðurrif og glundroða og gerður brottrækur frá París í kjölfarið. Hann fór til Sovétríkjanna og var tekið vel á móti honum þar en innan við áratug síðar var hann drepinn í hreinsununum miklu í lok 4. áratugar.
Viðmælendur: Maó Alheimsdóttir, Sofiya Zahova og Kári Páll Óskarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Sigmar Þór Matthíasson, Lýra String Quartet, - Agitation.
Skúli Sverrisson - Instants.
Enrico Rava Quartet - La dolce vita = The sweet life.
O'Day, Anita - I've got the world on a string.
Armstrong, Louis and his Orchestra - If we never meet again.
Sigurður Flosason - Gengið á hljóðið.
Mikael Máni Ásmundsson - Birthday.
Karl Olgeirsson, Rakel Sif Sigurðardóttir - Hann gat ekki setið kyrr.
Halvorson, Mary - Ultramarine.
Salamon, Guy - Free hugs.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
André Previn og félagar leika lög úr Showboat: Can' Help Loving Dat Man, Ol' Man River, Nobody Else But Me, Why Do Fools Fall In Love, Life On The Wicked Stage, Make-Believe, I Might Fall Back On You og Bill. Tríó Les McCann leikur lögin: Love For Sale, I Am In Love, I Can Dig It, Doin' That Thing og Blues 5. Kvintett Woody Shaw leikur fjögur lög: Stormy Weather, IfI Were A Bell, Dat Dere og Steve's Blues.
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Í þættinum er fjallað um ýmsar hliðar langhlaupa og markmið með hlaupunum. Rætt við maraþonkonuna Guðbjörgu M. Björnsdóttur um hlaupaferil hennar, æfingar og keppni.
Hugrún Hólmgeirsdóttir les færslu frá 21.04.2007 af http://agga.blog.is
Viðtal Björns Malmquist við hlaupara í Speglinum 07.11.2005 (G 3969)
Viðtal Leifs Haukssonar við Trausta Valdimarsson 15.09.2004 B 1873)
Eiríkur Guðmundsson um hlauptúra í Víðsjá 09.05.2005 (G 2849)
Umsjón: Ásdís Káradóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Leikin eru lög með Hauki Morthens, Öddu Örnólfs, Öskubuskum, Sigurði Ólafssyni og Soffíu Karlsdóttur, Gretti Björnssyni, Franco Scarica og mörgum öðrum.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru þau Eiríkur Bergmann og Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingar, og Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þau ræddu meðal annars afsögn barna- og menntamálaráðherra, úrræðaleysi í málefnum barna með fjölþættan vanda og rektorskjör í Háskóla Íslands.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Nýráðinn sviðsstjóri Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Steinn Jóhannsson sagði frá fimm kennurum sem hafa haft áhrif á líf hans en þeir voru Tryggvi Skjaldarson Þykkvabæ, Una Steinþórsdóttir FÁ, Þorlákur Karlsson HÍ, Perry Jones Louisiana og Svava Grönfeldt í HR.
Útvarpsfréttir.
Ráðherraskipti fara fram á Bessastöðum eftir hádegi á morgun. Ólafur Þ. Harðarson segir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur hafa verið mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórnina en að það hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið og ríkisstjórnina til lengri tíma.
Þrettán voru handteknir í þremur aðgerðum lögreglu í nótt sem allar tengjast hópslagsmálum í miðbæ Reykjavíkur. Fangaklefarnir á Hverfisgötu fylltust og flytja þurfti suma þeirra handteknu á Suðurnesin og Akranes til að koma þeim í klefa.
Meira en hálf milljón missir dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir að ríkisstjórn Donalds Trump ákvað að fella úr gildi áætlun sem Joe Biden setti af stað fyrir þremur árum.
Netumbo Nandi-Ndaitwah (Nandí in deitva), áður varaforseti, tók við embætti forseta Namibíu í gær. Hún vann forsetakosningar landsins í fyrra fyrir SWAPO-flokkinn, sem hefur stýrt Namibíu síðan landið hlaut sjálfstæði.
Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofa athugar hvort það sæmræmist brunavörnum að setja festingar á glugga á meðferðardeild þess á Vogi. Fjórtán sinnum hefur þurft að leita að börnum sem struku þaðan síðan deildin opnaði fyrir mánuði síðan.
Endurskilgreina þarf lagaákvæðu um brot í nánu sambandi. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að ákvæðið sé of þröngt og uppfylli ekki skilyrði
Raflínur sem liggja til Þórshafnar við Langanes eru komnar að þolmörkum og eftir að ný frystigeymsla Ísfélegsins verður tekinn í notkun má segja að ekkert svigrúm sé eftir til uppbyggingar eða orkuskipta. Fulltrúar RARIK og Landsnets hittu þingmenn og ráðherra fyrir helgi og ræddu lausnir. Líklegast er að RARIK leggi nýja streng sem gæti komist í gagnið eftir þrjú ár.
Úrslitin ráðast í bikarkeppni kvenna og karla í körfubolta í Smáranum í dag. Kvennalið Njarðvíkur og Grindavíkur mætast í kvennaflokki og karlamegin verður Reykjavíkurslagur milli KR og Vals.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Helgarútgáfan tók við af hádegisfréttum eins og endranær og var að mestu með hefðbundnu sniði en þó í eins konar sparibúningi. Austfirska hljómsveitin Sú Ellen leit nefnilega við í hljóðver í Efstaleiti og tók lagið. Í framhaldi af þeirri góðu heimsókn var sjónum beint að útgáfusögu safnplöturaðarinnar Bandalög, sem komu út á tíunda áratugnum og Sú Ellen prýddi einmitt oft á tíðum. Það var því örlítill næntís-núningur í tónlistinni í bland við allt það ferskasta.
Hér er lagalistinn góði:
Frá kl. 12:45:
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ábyggilega.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
SUEDE - She's In Fashion.
LAND OG SYNIR - Terlín.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
SÚ ELLEN - Elísa.
Vampire Weekend - A Punk.
BLIND MELON - No rain.
Young, Lola - Messy.
Bítlavinafélagið - Mynd í huga mér.
CeaseTone - Only Getting Started.
Karl Örvarsson - 1700 Vindstig.
Lamontagne, Ray - Step Into Your Power.
DOS PILAS - Better Times.
THE PRETENDERS - Brass In Pocket.
Frá kl. 14:00:
TODMOBILE - Eilíf ró
Spacestation - Loftið.
BABYBIRD - You're Gorgeous.
Bríet - Takk fyrir allt.
B 52's - Love Shack.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Hjálparsveitin - Neitum að vera með.
MOLOKO - Sing it back.
SUNDAYS - Here's Where the Story Ends.
NÝDÖNSK - Vígmundur.
Frá Kl. 15:00
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Ég Læt Mig Dreyma.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
STONE TEMPLE PILOTS - Plush.
OASIS - Whatever.
STJÓRNIN - Ekki Segja Aldrei.
4 Non Blondes - What's up.
LENNY KRAVITZ - Again.
Herra Hnetusmjör - Elli Egils.
BAGGALÚTUR OG JÓHANNA GUÐRÚN - Mamma þarf að djamma.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
THE BEATLES - Let It Be.
Todmobile - Ég vil fá að lifa lengur.
SHERYL CROW - All I Wanna Do.
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Ragga Holm fór yfir viðburði sem eru framundan, Herra Hnetusmjör í Salnum, Ukulellur og nostalgíupartýið mikla. Dísa var með GMT í dag og fleira í tónlistarþættinum Smellur!
Tónlistin:
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
GUNS N' ROSES - Sweet Child O' Mine.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
THE LUMINEERS - Ho Hey.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
THE SEARCHERS - Love Potion Number Nine.
SALT-N-PEPA - Whatta Man.
SVALA - The Real Me.
CORONA - The rhythm of the night.
ROXY MUSIC - Let's stick together.
VANCE JOY - Riptide.
UNUN - Ást Í Viðlögum.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
SZA, Lamar, Kendrick - 30 for 30 (Clean).
Júlí Heiðar - Alla nótt.
Robyn - Call your girlfriend.
JóiPé - Alla nótt.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
STEVIE WONDER - For Once In My Life.
Herra Hnetusmjör - Koss á þig.
A-HA - Take On Me.
TALKING HEADS - Burning Down the House.
ELTON JOHN - I'm still standing.
Of Monsters and Men - King and lionheart.
Beyoncé - Bodyguard.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Matta er trommuleikarinn Kormákur Geirharðsson
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Þetta var einstaklega ljúf Næturvakt. Sá yngsti sem hringdi í þáttinn var 8 ára og sá elsti yfir sjötugt og tónlist úr öllum áttum. Eins og við viljum hafa þetta.
Tónlist í þættinum:
Ham hljómsveit - Musculus.
APPARAT ORGAN QUARTET - Konami.
Bríet - Esjan.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Showdown.
Red Clay Strays, The - Wondering Why (bonus track wav).
Vintage Caravan, The - 07. Sharp Teeth.
METALLICA - Whiskey in The Jar.
Emmsjé Gauti - Þetta má (ft. Herra Hnetusmjör).
Leikhópur Borgarleikhússins - Gul er hin greiðasta leið / Af stað að hitta kallinn.
POST MALONE - Sunflower.
Skálmöld - Valhöll.