Í þættinum í dag sem nefnist Einhver var að hóa er fjallað um Þeystareykjagöngur. Í Þeystareykjagöngum sækja fjárbændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu sitt fé á afrétt. Í þættinum er rætt við Böðvar Baldursson, Guðmund Jónsson og Sæþór Gunnsteinsson sem allir eru þaulvanir gangnamenn og hafa frá ýmsu að segja. Í þættinum heyrist bæði rödd fortíðar og framtíðar. Flutt er frásögn Snorra Gunnlaugssonar frá Geitafelli en hún er úr safni Árnastofnunar, einnig er örstutt brot úr viðtali við næstu kynslóð gangnamanna.
Lesari með umsjónarmanni: Frímann Frímannsson.
Umsjón: Sif Jóhannesdóttir
Frumflutt
22. mars 2025
Aðgengilegt til
22. mars 2026
Brot úr íslenskri menningarsögu
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)