Í þættinum er fjallað um Íslendinga búsetta í Svíþjóð. Í þættinum er spjallað við Ernu Magnúsdóttur, Þóri Örn Ólafsson og Daníel Halldór Gunnarsson en þau fluttu til Svíþjóðar á áttunda og níunda áratugnum. Flutt brot úr fréttaþættinum Hér og nú frá árinu1989, þar sem fjallað er um mikinn fólksflótta til Svíþjóðar.
Umsjón : Málfríður Gylfadóttir.
Frumflutt
5. apríl 2025
Aðgengilegt til
5. apríl 2026
Brot úr íslenskri menningarsögu
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)