Fjallað um unglingamenningu á Akranesi á sjöunda áratug 20. aldar og áhrifin sem Bítlarnir höfðu á lífið og tilveruna. Í þættinum rifja skólastjórarnir Guðbjörg Halldórsdóttir og Guðbjartur Hannesson, ásamt umsjónarmanni, upp minningar frá þessum árum og leikin eru Bítlalög og önnur dægurlög sem voru vinsæl á þessum árum.
Umsjón: Ása María Valdimarsdóttir.
Frumflutt
15. mars 2025
Aðgengilegt til
15. mars 2026
Brot úr íslenskri menningarsögu
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)