ok

Tilraun sem stóð í þúsund ár

2. þáttur: Samofin saga lands og eyju

Mikil tengsl voru á milli Flateyjar og Flateyjardals en dalurinn fór í eyði nokkru áður, eins og fleiri afskekktar byggðir á norðausturhluta landsins. Saga eyjunnar og dalsins er samofin á svo margan hátt, hjónabönd urðu til, fólk fluttist búferlum á milli og jafnvel kirkjan var flutt á milli lands og eyju. Viðmælendur í þættinum, sem er annar þátturinn af sex í þáttaröðinni, eru: Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hallur Jóhannesson og Jóhannes Jónsson.

Frumflutt

22. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tilraun sem stóð í þúsund árTilraun sem stóð í þúsund ár

Tilraun sem stóð í þúsund ár

Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.

Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

,