17:00
Konungur millistríðsjassins
Fats Waller and his rhythm
Konungur millistríðsjassins

Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Þessi þáttur og sá næsti verða fyrst og fremst helgaðir samnefndri hljómsveit hans sem starfaði frá 1934 og þar til hann lést um aldur fram úr lungnabólgu 1943. RCA gaf út um 200 tveggja laga plötur með Fats og hljómsveit hans. Sumar þeirra skutust upp á topp vinsældarlistanna og oft varð hann að hljóðrita lög sem hann hafði lítið dálæti á. ,,Þetta lag getur enginn selt”, nema Fats sögðu yfirmenn RCA-Victors. Hann hljóðritaði einnig fjölda laga sem hann samdi. Sum dægurlög gerði hannn klassísk eins og I´m gonna sit right down og write myself a leter, You not the only oyster in the stew og Mandy. Auk þess verður í þessum þætti og næsta litið á upptökur sem gerðar voru fyrir útvarpsstöðvar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,