ok

Læsi

Samstarf leik- og grunnskóla

Með góðri samvinnu leik- og grunnskóla og aukinni þekkingu á lestrarnámi og lestrarvanda má koma til móts við þarfir nemenda og jafnvel koma í veg fyrir að þeir lendi í vandræðum með læsi og lesskilning í grunnskóla.

Viðmælendur í þætti tvö: Auður Björgvinsdóttir, Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Una Guðrún Einarsdóttir, Þórey Huld Jónsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir.

Frumflutt

27. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
LæsiLæsi

Læsi

Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.

Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.

Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Þættir

,