16:05
Bara bækur
Múffa, Ógeðslegir hlutir, Bara Edda og meira um Norðurlandaverðlaunin
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Jónas Reynir Gunnarsson býður í kaffi og segir frá fimmtu skáldsögunni sinni, Múffu, fagurbleikri 130 síðna sögu um nútímafjölskyldu, um tengslarof, eftirsjá og afstöðu til lífsins. Falleg og heimspekileg saga um fólk sem týnist í tómarúminu og reynir að þræða sig til baka.

Tvær nýjar ljóðabækur voru að koma út undir merkjum nýs bókaforlags sem heitir Pirrandi útgáfa. Það eru Bara Edda eftir Daníel Daníelsson og Ógeðslegir hlutir eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur, skáldin hitta okkur í Skáldu bókabúð og segja frá útgáfunni og bókunum sínum.

Og við fjöllum aðeins meira um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem búið er að afhenda formlega. Árni Matthíasson menningarblaðamaður fer yfir stöðuna og rýnir í þræðina sem liggja á milli nokkurra tilnefndra bóka.

Viðmælendur: Árni Matthíasson, Sunneva Kristín Sigurðardóttir, Daníel Daníelsson og Jónas Reynir Gunnarsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
,