Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar að þessu sinni er platan Damn the Torpedos með bandarísku hljómsveitinni Tom Petty and the Heartbreakers. Platan kemur úr einkasafni Jóhannesar Más Jóhannessonar, tónlistarunnanda á Akureyri, og það er hann sem sér um að kynna plötuna.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Fjallað um umdeildar leiksýningar á árum áður.
Umsjón: Viðar Eggertsson
Á afmælisdegi skáldsins Davíðs Stefánssonar, 21. janúar 1969, frumsýndi Leikfélag Akureyrar leikrit hans Gullna hliðið. Sýningin olli mikilli hneykslan í bænum. Flytjendur, auk umsjónarmanns: Ingrid H. Jónsdóttir og Valgeir Skagfjörð.
Umsjón: Viðar Eggertsson.
(frá 1989)
Veðurstofa Íslands.
Þeir eru stimamýksti, saxófóndúett landsins, Skafti og Skapti íslenskrar tónlistar en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa þeir ekki meikað það.
Eða er ástæðan kannski augljós? Af hverju er svo mörgum svona illa við saxófóna? Saxi og Sachsi rannsaka málið.
Umsjón:
Eiríkur Stephensen (Saxi)
Úlfur Eldjárn (Sachsi)
Loksins ná Saxi og Sachsi að taka samtalið við alvöru saxófónhatara og þeir hitta nafnlausu goðsögnina á bak við saxófónsólóið í laginu Rio með Duran Duran.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Viljans, Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við HÍ og Margrét Stefánsdóttir, almannatengill hjá Pipar, ræddu kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar og um fyrstu leiðtogaumræður forystumanna flokkanna í sjónvarpssal.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Þrjú börn liggja enn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar á leikskóla fyrir viku og er eitt þeirra í öndunarvél. Mörg önnur sem sýktust þurfa að mæta nær daglega á spítalann í meðferð.
Kemi Badenoch er nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Hún tekur við af Rishi Sunak sem sagði af sér eftir ósigur flokksins í þingkosningum í sumar.
Dómsmálaráðherra segir engan siðferðislegan mun á svokölluðum fit-to-fly læknisvottorðum og almennum læknisvottorðum. Hún segist ekki skilja afstöðu lækna, sem segja slík vottorð stríða gegn siðareglum og mannréttindasáttmálanum.
Prófessor í stjórnmálafræði telur að formaður Framsóknarflokksins hafi slegið nýjan tón í umræðum um útlendingamál þegar leiðtogar stjórnmálaflokka mættust í sjónvarpssal í gær. Með þessu vilji hann skilja sig frá málflutningi Miðflokks og Sjálfstæðismanna.
Allir íbúar Norður-Gaza eru í lífshættu og Ísrael þarf að hætta árásum á starfsfólk hjálparsamtaka. Þetta kemur fram í ákalli yfirmanna allra helstu stofnanna Sameinuðu þjóðanna.
Frambjóðendur Demókrata og Repúblikana keppast nú við að hvetja fólk á kjörstað á þriðjudaginn. Þau Kamala Harris og Donald Trump koma fram á samtals um tuttugu viðburðum í dag og næstu daga, nánast eingöngu í ríkjunum sjö þar sem úrslitin ráðast.
Kaldur október er að baki. Á nokkrum veðurstöðvum á landinu mældist lægsti meðalvindur á öldinni.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Shelly Miscavige, einginkona valdamesta manns vísindakirkjunnar og hægri hönd hans, hefur ekki sést í sautján ár og enginn veit hvar hún er niðurkomin nema innvígðir í kirkjunni. Leikkonan þekkta Leah Remini, vinkona hennar, sem hrökklaðist úr Vísindakirkjunni fyrir það að hafa spurt eftir Shelly í brúðkaupi Tom Cruise, berst við kirkjuyfirvöld til að reyna að ná tali af Shelly, en allt kemur fyrir ekki.
Það ætlar að reynast stjórnvöldum í Rússlandi erfitt að þagga niður í stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny. Eftir að hann var fangelsaður tókst honum að koma texta til lögmanns síns og þeir voru svo birtir á samfélagsmiðlum. Hann lést í fangelsi fyrr á árinu. Þar skrifaði hann ævisögu sína á blöð sem lögmanni hans tókst einnig að koma burt úr fangelsinu. Ævisagan var gefin út á mörgum tungumálum fyrir rúmri viku. Þá má því segja að dauðinn hafi ekki stoppað hann í að koma andstöðu sinni við rússnesk stjórnvöld á framfæri.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Jens Pétur Kjærnested, íslenskufræðingur og íslenskukennari. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Jens Pétur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
The Empusium (A Health Resort Horror Story) e. Olgu Tokarczuk
Grief is the Thing with Feathers e. Max Porter
Os Meses os Dias, Um a Um. (Mánuður, Dagar, hver á eftir öðrum) e. Eugénio de Andrade
Undir Eplatrénu e. Olav H. Hauge
Skýin eru skuggar e. Jon Fosse
Gleðileikurinn guðdómlegi e. Dante Alighieri og ævisögu Dante sem heitir Dante: a Life e. Alessandro Barbero
Dantes Bone´s e. Gay Raffa
þýðingar (og endurútgáfur) Guðbergs Bergssonar á bókmenntum spænskumælandi landa
Ingibjörg Haralds og þýðingar hennar úr rússnesku
Friðrik Rafnsson og Milan Kundera
Pétur Gunnars og Madame Bovary
Mánasteinn e. Sjón
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Gunnhildur Einarsdóttir féll fyrir hörpu sem barn, og ekki bara fyrir hörpu heldur nútímatónlist fyrir hörpu. Hún stofnaði síðar hljóðfærahópinn Ensemble Adapter með Matthias Engler og hefur flutt fjölda nútímaverka eftir fjölda tónskálda, innlendra sem erlendra. Á síðustu árum hefur hún snúið sér að tónsmíðum í æ meira mæli.
The Meeting in Berlin - G.H.O.S.T.I.G.I.T.A.L.A.D.A.P.T.E.R.
Óútgefið - Mínúta 6
Óútgefið - à deux
Mr. Machine - Teufelsleiter
Soft Mosquito - Dispatch
Óútgefið - Oddball
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum er fjallað um Bósa sögu og Herrauðs. Rýnt er í viðtökur þessarar umdeildu miðaldasögu og sjónum beint að minna þekktum hlutum hennar.
Umsjón: Unnar Ingi Sæmundarson
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Með góðri samvinnu leik- og grunnskóla og aukinni þekkingu á lestrarnámi og lestrarvanda má koma til móts við þarfir nemenda og jafnvel koma í veg fyrir að þeir lendi í vandræðum með læsi og lesskilning í grunnskóla.
Viðmælendur í þætti tvö: Auður Björgvinsdóttir, Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Una Guðrún Einarsdóttir, Þórey Huld Jónsdóttir og Þorgerður Anna Arnardóttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Jónas Reynir Gunnarsson býður í kaffi og segir frá fimmtu skáldsögunni sinni, Múffu, fagurbleikri 130 síðna sögu um nútímafjölskyldu, um tengslarof, eftirsjá og afstöðu til lífsins. Falleg og heimspekileg saga um fólk sem týnist í tómarúminu og reynir að þræða sig til baka.
Tvær nýjar ljóðabækur voru að koma út undir merkjum nýs bókaforlags sem heitir Pirrandi útgáfa. Það eru Bara Edda eftir Daníel Daníelsson og Ógeðslegir hlutir eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur, skáldin hitta okkur í Skáldu bókabúð og segja frá útgáfunni og bókunum sínum.
Og við fjöllum aðeins meira um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem búið er að afhenda formlega. Árni Matthíasson menningarblaðamaður fer yfir stöðuna og rýnir í þræðina sem liggja á milli nokkurra tilnefndra bóka.
Viðmælendur: Árni Matthíasson, Sunneva Kristín Sigurðardóttir, Daníel Daníelsson og Jónas Reynir Gunnarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.
Umsjón: Vernharður Linnet.
Þessi þáttur og sá næsti verða fyrst og fremst helgaðir samnefndri hljómsveit hans sem starfaði frá 1934 og þar til hann lést um aldur fram úr lungnabólgu 1943. RCA gaf út um 200 tveggja laga plötur með Fats og hljómsveit hans. Sumar þeirra skutust upp á topp vinsældarlistanna og oft varð hann að hljóðrita lög sem hann hafði lítið dálæti á. ,,Þetta lag getur enginn selt”, nema Fats sögðu yfirmenn RCA-Victors. Hann hljóðritaði einnig fjölda laga sem hann samdi. Sum dægurlög gerði hannn klassísk eins og I´m gonna sit right down og write myself a leter, You not the only oyster in the stew og Mandy. Auk þess verður í þessum þætti og næsta litið á upptökur sem gerðar voru fyrir útvarpsstöðvar.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um Sally Clark, breska konu var árið 1998 ákærð fyrir að hafa myrt tvo syni sína þegar þeir voru einungis um tveggja og þriggja mánaða gamlir, en hafð var fyrir röngum sökum.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Berit Andersson syngur með Göran Strandberg lögin Once Upon A Summertime, Skylark, Children of Another World, Sweet and Bitter, Shadows og Cry To The Stars. Jan Johansson og félagar leika lögin Round Midnight, Joshua Fit The Battle Of Jericho, I'm Gonna Go Fishin', Two Little Pearls, Django, Cubano Chant og Lover Man. Nueva Manteca leikur lögin Ol' Man River, St. Louis Blues, Wild Man Blues, When It's Sleepy Time Down South, Down By The Riverside og When The Saints Go Marching In. Að síðustu syngur Wenche Gausdal lögin Two Times Eighteen, They Say You Must og What Is This Thing Called Love.
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar og dáðar - eða umdeildar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að eiga sinn sess í sögu síðustu aldar. Umsjón: Erla Tryggvadóttir. (Áður á dagskrá 2011)
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar eða umdeildar. Fjallað verður um Isadoru Duncan, frumkvöðul í nútímadansi. Umsjón: Erla Tryggvadóttir.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)
Í þættinum er spjallað við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur rithöfund og lektor í bókmenntum við H.Í. um Jórsalaferð Karlamagnúsar úr samnefndri riddarasögu og lesnir kaflar úr henni.
Upplestur: Vilborg Dagbjartsdóttir les tvo kafla úr Jórsalaferð Karlamagnúsar.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Skoðaðar nokkrar íslenskar 45 snúninga plötur frá árunum 1964-1969, frá HSH og SG, með Lúdó sextettinum, Stefáni Jónssyni, Þuríði Sigurðardóttur, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Langflest lögin á plötunum eru erlend með íslenskum textum eftir Ómar Ragnarsson, sótt í smiðju jafnólíkra listamanna og Tom Jones, The Yardbirds, Giorgio Moroder og Sonny and Cher. Sum eru ennþá vinsæl og fást á geisladiskum nútímans en önnur hafa fallið í gleymskunnar dá og eru einungis til á upprunalegu 45 sn. hljómplötunum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Viljans, Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við HÍ og Margrét Stefánsdóttir, almannatengill hjá Pipar, ræddu kosningabaráttuna fyrir alþingiskosningarnar og um fyrstu leiðtogaumræður forystumanna flokkanna í sjónvarpssal.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Það var Ásgeir Baldursson forstjóri Arctic Adventures og formaður Breiðabliks sem kom í fimmuna og sagði af fimm knattspyrnuliðum sem hann hafði spilað með í gegnum tíðina. Þar lá leiðin úr Kópavoginum til Hvammstanga, Húsavíkur og Rhode Island
Halla Bogadóttir gullsmiður settist svo hjá okkur í kaffispjall í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra gullsmiða
lagalisti:
Sumarlandið KK og Jón Jónsson
Þá kemur þú Nýdönsk
Blindsker Das Capital.
Með þig á heilanum Ágúst
Forever Young - Madness
I had some help - Post Malone og Morgan Wallen
My Silver lining - First Aid Kit
Bíólagið - Stuðmenn
Þú hittir - Hildur Vala
Team - Lorde
Skítaveður - Bogomil Font
Smalltown Boy - Bronski Beat
Í bríaríi - Dr. Gunni og Salóme Katrín
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Þema þrennan: Lög inní lögum
Útvarpsfréttir.
Þrjú börn liggja enn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar á leikskóla fyrir viku og er eitt þeirra í öndunarvél. Mörg önnur sem sýktust þurfa að mæta nær daglega á spítalann í meðferð.
Kemi Badenoch er nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Hún tekur við af Rishi Sunak sem sagði af sér eftir ósigur flokksins í þingkosningum í sumar.
Dómsmálaráðherra segir engan siðferðislegan mun á svokölluðum fit-to-fly læknisvottorðum og almennum læknisvottorðum. Hún segist ekki skilja afstöðu lækna, sem segja slík vottorð stríða gegn siðareglum og mannréttindasáttmálanum.
Prófessor í stjórnmálafræði telur að formaður Framsóknarflokksins hafi slegið nýjan tón í umræðum um útlendingamál þegar leiðtogar stjórnmálaflokka mættust í sjónvarpssal í gær. Með þessu vilji hann skilja sig frá málflutningi Miðflokks og Sjálfstæðismanna.
Allir íbúar Norður-Gaza eru í lífshættu og Ísrael þarf að hætta árásum á starfsfólk hjálparsamtaka. Þetta kemur fram í ákalli yfirmanna allra helstu stofnanna Sameinuðu þjóðanna.
Frambjóðendur Demókrata og Repúblikana keppast nú við að hvetja fólk á kjörstað á þriðjudaginn. Þau Kamala Harris og Donald Trump koma fram á samtals um tuttugu viðburðum í dag og næstu daga, nánast eingöngu í ríkjunum sjö þar sem úrslitin ráðast.
Kaldur október er að baki. Á nokkrum veðurstöðvum á landinu mældist lægsti meðalvindur á öldinni.
Njóttu laugardaganna með með alls kyns smellum tónlistarsögunnar.
Ekki er slegið slöku við á Smellavakt þessa laugardags, fyrsta laugardagsins í nóvembermánuði. Á fóninn rötuðu smellir héðan og þaðan en þó aðallega tónlistarfólk og hljómsveitir sem komið hafa við sögu á Iceland Airwaves hátíðinni síðustu 25 ár. Hátíð ársins hefst 7. nóvember og vð fengum að heyra forsmekkinn að atriðum ársins í bland við alls konar eldra og ilmandi glænýtt. Loks leit Ísleifur Þórhallsson í heimsókn en hann er hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Hér er svo smellalistinn sem bar vissulega keim af þessari 25 ára merku sögu:
Frá kl. 12:40
OF MONSTERS & MEN - Crystals.
Retro Stefson - Kimba.
Chappell Roan - Hot To Go!.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.
Frá kl. 13:00
NIRVANA & MEAT PUPPETS - Plateau.
Oyama hljómsveit - Cigarettes.
BENNI HEMM HEMM - I Can Love You In A Weelchair Baby.
FLORENCE AND THE MACHINE - You've Got The Love.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
HJALTALÍN - Sweet impressions.
BLOODGROUP - Hips Again.
ARLO PARKS - Caroline.
DIKTA - Just Getting Started.
BOOGIE TROUBLE - Gin & Greip.
TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix).
DAÐI FREYR - Where we wanna be.
FM Belfast - Par Avion.
Frá kl. 14:00
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
KEANE - Everybody?s Changing.
Yard Act - The Overload (Lyrics!).
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.
THE FLAMING LIPS - She Don't Use Jelly.
THE VACCINES - I Always Knew.
LAY LOW - Please Don?t Hate Me.
Frá kl. 15:00
SPRENGJUHÖLLIN - Glúmur.
DÁÐADRENGIR - Allar stelpur úr að ofan.
HOT CHIP - Over And Over.
Ultraflex - Say Goodbye.
FUTURE ISLANDS - Seasons (Waiting On You).
Clap Your Hands Say Yeah - The skin of my yellow county teeth.
EMILÍANA TORRINI - To Be Free.
Inspector Spacetime - Smástund.
FRANZ FERDINAND - Do You Want To.
MICHAEL KIWANUKA - One More Night.
PJ HARVEY - The Words That Maketh Murder.
ROBYN - Dancing On My Own.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Sturla Atlas syngur um 101 Boys, Floni fer út að leika, Birnir mætir til leiks, Joey Christ fer sóló og Joey Cypher er lag ársins. Mammút sópar til sín verðlaunum, Hatari heillar og hneykslar, Legend finnur hljóminn sinn, Milkhouse fær sér hunang og Salka Sól grenjar með Baggalúti. HAM syngur um helvíti mannanna, Tappi tíkarrass rís upp frá dauðum, þungarokkshljómsveitin Sólstafir er berdreymin, Fufanu býður upp á síðpönksúrkál og og dúóið kef LAVÍK kemur upp á yfirborðið. Moses Hightower fer á trúnó, Biggi Hilmars ríður um á svörtum hesti, Áttan segir nei og Góði úlfurinn græðir peninginn.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Sturla Atlas - Time
Sturla Atlas - I Know
Sturla Atlas - Baltasar Kormákur
Joey Christ - CDG
Joey Christ - Reykjavík
Joey Christ - Gella
Joey Christ, Herra Hnetusmjör, Aron Can & Birnir - Joey Cypher
Joey Christ - Túristi
Young Nazareth - St. Gallen 85 (Demó)
Floni - Tala saman
Floni - Leika
Flóni - Ungir strákar
Floni - Trappa
Memfismafían & Siguður Guðmundsson - Orðin mín
Bragi Valdimar Skúlason - Orðin mín (Demó)
Baggalútur & Salka Sól - Grenja
Mammút - Breathe Into Me
Mammút - Walls
Mammút - Kinder Versions
Mammút - The Moon Will Never Turn On Me
Legend - Captive
Legend - Midnight Champion
Legend - Children Of The Elements
Ham - Morðingjar
Ham - Þú lýgur
Ham - Vestur Berlín
Ham - Brekka
Tappi tíkarrass - Spak
Tappi tíkarrass - Bitið fast í vitið
Milkhouse - Gleymérei
Milkhouse - Next Stop
Milkhouse - Hunang
Biggi Hilmars - Dark Horse
Biggi Hilmars - Protection
Biggi Hilmars - Detached
Biggi Hilmars - Grow
Moses Hightower - Snefill
Moses Hightower - Feikn
Moses Hightower - Mjóddin
Moses Hightower - Trúnó
Moses Hightower - Fjallaloft
Chase Anthony - I’m Sorry
Chase Anthony & Jói Pé - Ég vil það
Áttan - Neinei
Góði Úlfurinn - Græða peninginn
Góði Úlfurinn - Hvenær kemur frí?
Birnir - Sama tíma
Birnir - Ekki switcha
Young Nazareth - Já ég veit (Instrumental)
Birnir & Herra Hnetusmjör - Já ég veit
Guðmundur R. Gíslason - Þúsund ár
Katla - Nátthagi
200.000 naglbítar - Allt í heimi hér
Cyber - Hlauptu
Sólstafir - Ísafold
Sólstafir - Silfur-Refur
Sólstafir - Hvít sæng
kef LAVÍK - Augun að springa út úr hausnum
kef LAVÍK - Við notum eiturlyf
kef LAVÍK - Ég er kominn heim // Keflavíkurnætur I
kef LAVÍK - Barnið sem ég bjó til fyrir alheiminn
kef LAVÍK - Leiðirnar til himna
Fufanu - Sports
Fufanu - White Pebbles
Fufanu - Just Me
Hatari - Biðröð mistaka
Hatari - Tortímandi
Hatari - X
Hatari - Ódýr
Fréttastofa RÚV.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Frá Elvis yfir í Metallica... þetta gerist bara á Næturvaktinni :)
Tónlist þáttarins:
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
Dina Ögon - Det läcker.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
NEIL YOUNG - On the Beach.
Lón - Rainbow.
VIAGRA BOYS - Slow Learner.
ELVIS PRESLEY - Guitar Man.
METALLICA - Master Of Puppets.
IRON MAIDEN - Hallowed Be Thy Name.
Helgi Björnsson - Í faðmi fjallanna.
200.000 NAGLBÍTAR - Láttu Mig Vera.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill Drengur.