22:10
Litla flugan
Á 45 snúningum
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Skoðaðar nokkrar íslenskar 45 snúninga plötur frá árunum 1964-1969, frá HSH og SG, með Lúdó sextettinum, Stefáni Jónssyni, Þuríði Sigurðardóttur, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Langflest lögin á plötunum eru erlend með íslenskum textum eftir Ómar Ragnarsson, sótt í smiðju jafnólíkra listamanna og Tom Jones, The Yardbirds, Giorgio Moroder og Sonny and Cher. Sum eru ennþá vinsæl og fást á geisladiskum nútímans en önnur hafa fallið í gleymskunnar dá og eru einungis til á upprunalegu 45 sn. hljómplötunum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Er aðgengilegt til 31. janúar 2025.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,