16:05
Tengivagninn
Pönnukökuboð í Öræfum, G! Festival, Davidsson, Kevin Costner
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur komið víða við á sviði tónlistarinnar undanfarin ár, og er kannski einna þekktastur sem munnhörpuleikari Kaleo, þó einnig hafi hann spilað með fjölda íslenskra og erlendra tónlistarmanna. Fyrr á þessu ári hóf hann að gefa út eigin tónlist undir nafninu Davidsson, og er fyrsta sólóplata hans væntanleg á næstu mánuðum. Við hringjum til Reykhóla, þar sem Þorleifur er staddur þessa dagana.

Katrín Helga Ólafsdóttir hafði séð fyrir séð að verja helginni á færeysku tónlistarhátíðinni G-festival. Við fáum að heyra söguna af því hvernig það gekk. Í kjölfarið lítum við ofan í kistu Ríkisútvarpsins og fáum að heyra umfjöllun um G-festival frá árinu 2006.

Við förum svo í pönnukökukaffi til Evu Bjarnadóttur, sem er búsett í Fagurhólsmýri. Hún er ein þeirra 52 listamanna sem taka þátt í Umhverfingu nr. 5 þetta árið.

Og úr myndlistinni förum við í kvikmyndirnar.

Kolbeinn Rastrick gerir vestranum Horizon: An American Saga, skil í pistli sínum. Myndin er fyrsti af fjórum köflum og Costner ætlar sér stóra hluti.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,