12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 23. júlí 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Nýtt hættumat fyrir Reykjanesskaga verður gefið út í dag. Búist er við að það taki mið af aukinni kvikusöfnun undir Svartsengi, þar sem land hefur risið að undanförnu.

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna hefur tryggt sér nægan stuðning til þess að verða forsetaframbjóðandi Demókrata. Hún ætlar að hefja kosningabaráttu sína strax í dag.

Vopnahlé gæti verið í burðarliðnum á Gaza. Þetta fullyrðir fréttastofa Associated Press og segir að Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hafi gefið þetta til kynna. Samkomulagið myndi fela í sér frelsun ísraelskra gísla á Gaza.

Eina bíóið á Akureyri er til sölu. Eigandinn segist vilja leggja áherslu á starfsemi sína í Reykjavík.

Lögreglan í Bretlandi hefur áhyggjur af auknu ofbeldi gegn konum og segir áhrifavalda ýta undir kvenfyrirlitningu á samfélagsmiðlum.

Reykjavíkurborg vill fá þrjá og hálfan milljarð króna fyrir Perluna. Frestur til að bjóða í hana rennur út í vikunni. Með Perlunni fylgja tveir tankanna sem hún hvílir á.

Skriðuhætta er að mestu liðin hjá vegna vatnsveðurs sem gekk yfir Norðurland í gær. Fáir gistu á tjaldstæðum á Tröllaskaga í nótt og einu var lokað um tíma.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Reykjavíkurborg um að tefja fyrir öryggismálum Reykjavíkurflugvallar, með því að fella ekki tré í Öskjuhlíð.

Þrír dagar eru þar til Ólympíuleikarnir verða settir í París. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur RÚV, lofar spennandi og skemmtilegum leikum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,