Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Snævar Jón Andrésson flytur.
Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.
Friðrik Jónsson er nýlega er tekinn til starfa sem sendiherra Íslands í Póllandi. Hann var á línunni frá Varsjá og sagði frá verkefnunum framundan hjá nýjum sendiherra, starfi sendiráðsins og lífinu í Varsjá.
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár, hún hefur þegar hlotið viðurkenningar og athygli fyrir verkefni sem hún hefur komið að en Arnhildur leggur mikið upp úr endurnýtingu byggingarefnis og sjálfbærni. Arnhildur var gestur Morgungluggans.
Í síðasta hluta þáttarins var gestur Morgungluggans Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hún er komin úr árlegum leiðangri á Hornstrandir að fylgjast með heimskautarefnum á friðlandi hans þar og sagði fréttir af rebba.
Tónlist:
Ai Ga Bani - Ali Farka Toure & Toumani Diabate
Hope - Björk
Mississippi-Mali Blues - Taj Mahal & Toumani Diabate
You know I'm no good - Amy Winehouse
My Body's A Zombie For You - Dead Man's Bones
Refur - Svavar Knútur
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Agnar Bragason forstöðumaður í Batahúsi missti móður sína, stjúpföður og tvö systkini í bruna þegar hann var sjö ára gamall. Líf hans varð ekki samt eftir það. Hann ólst upp við alkhólisma og ofbeldi og leiddist út í afbrot og neyslu á unglingsárum. Hann sat margoft inn í fangelsum þar til honum tókst að komast á breinu brautina fyrir tólf árum síðan og er í dag að hjálpa fólki í sömu sporum og hann var sjálfur í.
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við ræddum í dag á Heilsuvaktinni um holdafar íslenskra barna sem er orðið töluvert áhyggjuefni, þar sem börn eru að þyngjast á öllum aldri, en meira þó á landsbyggðinni. Læknar og starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að koma á fót svokallaðri fjölskyldumiðaðri lífstílsmeðferð fyrir börn og unglinga með offitu og efnaskiptavillu, því mikil þörf er á markvissri nálgun og úrræðum á heilsugæslunni til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra eins fljótt og auðið er. Við ræddum við Vigni Sigurðsson, barnalækni og doktor í barnalækningum, sem þarna starfar og fengum að heyra allt um hvernig þau eru að bregðast við þessum vanda, ráðgjöf þeirra um matarræði, svefn og hreyfingu.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið að tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag var það Norðurland. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Norðurlandi sem gaman er að skoða og upplifa á leið um landið.
Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Sumarmál / Karlakórinn Hreimur (Björgvin Þ. Valdimarsson, texti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þú ert ungur enn / Erling Ágústsson (Logan & Price, texti Erling Ágústsson)
Við gengum tvö / Eivör Pálsdóttir (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað)
Lalala / Hildur Vala og Svavar Knútur (Svavar Knútur Kristinsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Nýtt hættumat fyrir Reykjanesskaga verður gefið út í dag. Búist er við að það taki mið af aukinni kvikusöfnun undir Svartsengi, þar sem land hefur risið að undanförnu.
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna hefur tryggt sér nægan stuðning til þess að verða forsetaframbjóðandi Demókrata. Hún ætlar að hefja kosningabaráttu sína strax í dag.
Vopnahlé gæti verið í burðarliðnum á Gaza. Þetta fullyrðir fréttastofa Associated Press og segir að Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hafi gefið þetta til kynna. Samkomulagið myndi fela í sér frelsun ísraelskra gísla á Gaza.
Eina bíóið á Akureyri er til sölu. Eigandinn segist vilja leggja áherslu á starfsemi sína í Reykjavík.
Lögreglan í Bretlandi hefur áhyggjur af auknu ofbeldi gegn konum og segir áhrifavalda ýta undir kvenfyrirlitningu á samfélagsmiðlum.
Reykjavíkurborg vill fá þrjá og hálfan milljarð króna fyrir Perluna. Frestur til að bjóða í hana rennur út í vikunni. Með Perlunni fylgja tveir tankanna sem hún hvílir á.
Skriðuhætta er að mestu liðin hjá vegna vatnsveðurs sem gekk yfir Norðurland í gær. Fáir gistu á tjaldstæðum á Tröllaskaga í nótt og einu var lokað um tíma.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Reykjavíkurborg um að tefja fyrir öryggismálum Reykjavíkurflugvallar, með því að fella ekki tré í Öskjuhlíð.
Þrír dagar eru þar til Ólympíuleikarnir verða settir í París. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur RÚV, lofar spennandi og skemmtilegum leikum.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Anna Melsteð segir frá Nátthaga í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi, þar sem hún kom fyrst í tjaldútilegu á menntaskólaárunum.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Á slóðum píanóleikarans Glenns Gould í Toronto.
Kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould er af mörgum talinn einn merkasti tónlistarmaður 20. aldar, en samt hætti hann að leika á tónleikum aðeins þrjátíu og eins árs gamall og einbeitti sér eftir það að vinnu í hljóðverinu. Gould hóf tónlist sumra tónskálda upp til skýjanna og var til dæmis þekktur fyrir túlkun sína á verkum Bachs en leit um leið niður á önnur vel þekkt tónskáld píanóbókmenntanna. Gould var líka merkilegur fjölmiðlamaður og þekktur fyrir ýmsa sérvisku í sínu daglega lífi. Rætt er við nokkra af samferðamönnum Glenns Gould en þá hitti umsjónarmaður í heimaborg píanistans Toronto vorið 2023.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Viðmælendur í þessum þætti: Lorne Tulk, Tom Shipton, Colin Eatock, Christopher Brands.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Lesið er um komu Kristjáns 9. Danakonungs til Íslands 1874 en þá kom hann hingað fyrstur konunga. Meðal annars úr frásögn Matthíasar Jochumssonar í Þjóðólfi. Í síðari hluta þáttarins er athyglinni hins vegar beint að eldri Danakonungum, til dæmis Valdimari afturdegi og Margréti dóttur hans.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur komið víða við á sviði tónlistarinnar undanfarin ár, og er kannski einna þekktastur sem munnhörpuleikari Kaleo, þó einnig hafi hann spilað með fjölda íslenskra og erlendra tónlistarmanna. Fyrr á þessu ári hóf hann að gefa út eigin tónlist undir nafninu Davidsson, og er fyrsta sólóplata hans væntanleg á næstu mánuðum. Við hringjum til Reykhóla, þar sem Þorleifur er staddur þessa dagana.
Katrín Helga Ólafsdóttir hafði séð fyrir séð að verja helginni á færeysku tónlistarhátíðinni G-festival. Við fáum að heyra söguna af því hvernig það gekk. Í kjölfarið lítum við ofan í kistu Ríkisútvarpsins og fáum að heyra umfjöllun um G-festival frá árinu 2006.
Við förum svo í pönnukökukaffi til Evu Bjarnadóttur, sem er búsett í Fagurhólsmýri. Hún er ein þeirra 52 listamanna sem taka þátt í Umhverfingu nr. 5 þetta árið.
Og úr myndlistinni förum við í kvikmyndirnar.
Kolbeinn Rastrick gerir vestranum Horizon: An American Saga, skil í pistli sínum. Myndin er fyrsti af fjórum köflum og Costner ætlar sér stóra hluti.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
23. júlí 2024
Hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga hefur verið hækkað og mikil hætta er talin á að það gjósi í Grindavík ef og þegar næst gýs. Kvikuhlaup eða gos gæti orðið á næstu tveimur til þremur vikum.
Tíðindi af verri afkomu Play en búist var við leiddu til þess að hlutabréfaverð lækkaði um nærri fimmtung. Flugfélögin eiga erfitt með að hækka verð, segir ráðgjafi.
Carbfix leitar enn að fjárfestum fyrir minnihluta í fyrirtækinu. Leit hófst í fyrrasumar og framkvæmdastjórinn segir að fyrirtækið vilji vanda valið.
Bretar hafa þrjú ár til að búa sig undir mögulegt stríð við öxulveldi upplausnar, segir nýr yfirmaður hersins og vísar þar til Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Írans.
Fornleifafræðingar töldu sig mögulega hafa fundið týnt riddarainnsigli frá miðöldum á Þingeyrum í vikunni. Líklegra er þó að það sé merki af klæðisstranga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kamala Harris hefur 100 daga til að fylkja bandarískum kjósendum að baki sér og vinna upp forskotið sem Trump hefur í kosningabaráttunni. Repúblikanar hafa sama tíma til að bregðast við gjörbreyttum forsendum í kapphlaupinu um Hvíta húsið.
Paul Watson, aðgerðasinni sem eitt sinn var með umdeildustu mönnum á Íslandi situr í fangelsi á Grænlandi og bíður þess að verða mögulega framseldur til Japans.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Fríða fær til sín góða gesti í spjall í Krakkakasti dagsins. Bræðurnir Jón og Frikki Dór setjast hjá henni og þreyta æsispennandi spurningakeppni sem Fríða stjórnar. Á milli atriða verður svo skemmtiatriði sem þeir bræður stjórna sjálfir. Svo eru óvæntar lagasmíðar, erfiðar Eurovision spurningar og brandarahorn ... með misfyndnum bröndurum. En sitt sýnist hverjum.
Viðmælendur:
Jón Jónsson
Friðrik Dór Jónsson
Umsjón:
Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá kammertónleikum sem fram fóru í KoncertKirken í Kaupmannahöfn 19. júní sl. á tónlistarhátíðinni Festival&Friends.
Á efnisskrá eru verk eftir Kaiju Saariaho, Claude Debussy, Enrique Granados og Robert Schumann.
Flytjendur: Lorenzo Colombo á slagverk, Johan Dalene á fiðlu, Sebastian Ilvonen á píanó, Michael Germer og Anna Agafia á fiðlur, Michael Grolid á víólu og Kristina Winiarski á selló.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við ræddum í dag á Heilsuvaktinni um holdafar íslenskra barna sem er orðið töluvert áhyggjuefni, þar sem börn eru að þyngjast á öllum aldri, en meira þó á landsbyggðinni. Læknar og starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að koma á fót svokallaðri fjölskyldumiðaðri lífstílsmeðferð fyrir börn og unglinga með offitu og efnaskiptavillu, því mikil þörf er á markvissri nálgun og úrræðum á heilsugæslunni til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra eins fljótt og auðið er. Við ræddum við Vigni Sigurðsson, barnalækni og doktor í barnalækningum, sem þarna starfar og fengum að heyra allt um hvernig þau eru að bregðast við þessum vanda, ráðgjöf þeirra um matarræði, svefn og hreyfingu.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið að tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag var það Norðurland. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Norðurlandi sem gaman er að skoða og upplifa á leið um landið.
Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Sumarmál / Karlakórinn Hreimur (Björgvin Þ. Valdimarsson, texti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þú ert ungur enn / Erling Ágústsson (Logan & Price, texti Erling Ágústsson)
Við gengum tvö / Eivör Pálsdóttir (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað)
Lalala / Hildur Vala og Svavar Knútur (Svavar Knútur Kristinsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Sagan kom fyrst út 1940 og er fyrsta verkið sem Gunnar samdi á íslensku eftir að hann fluttist heim og settist að á Skriðukalustri. Heiðaharmur gerist íslenskri fjallabyggð í lok nítjándu aldar þegar þeirri byggð er að hnigna af ýmsum ástæðum. Sögusviðið á sér fyrirmynd í heiðunum upp frá Vopnafirði þar sem voru æskuslóðir höfundar. Aðalpersónur eru Brandur á Bjargi, stórbóndi sem berst við að halda sveitinni í byggð og dóttir hans, Bergþóra sem nefnd er Bjargföst, eftirlæti fólksins í byggðinni. Hún tekur við búskap á Bjargi af honum ásamt manni sínum. Barátta þessa fólks er meginefni sögunnar.
Andrés Björnsson les. Hljóðritunin er frá árinu 1989.
Veðurstofa Íslands.
Freyja Haraldsdóttir ræðir við fatlað og langveikt fólk sem hefur með aðgerðum sínum og listsköpun hreyft við samfélaginu og stuðlað að auknu réttlæti fyrir jaðarsetta hópa. Samtölin fara fram við eldhúsborðið, einmitt þar sem hugmyndir gjarnan kvikna, dýrmæt samtöl eiga sér stað, tengsl myndast og kjarkurinn til þess að taka sér pláss og rjúfa þögn verður til.
Ritstjórn og samsetning: Guðrún Hálfdánardóttir.
Viðmælandi Freyju Haraldsdóttur í fjórða þættinum er Steinunn Anna Radha jógakennari, en hún hefur tekið mikinn þátt í aktivisma af ýmsum toga.
Umsjón og dagskrárgerð: Freyja Haraldsdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Jón Þór Helgason.
Útvarpsfréttir.
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um næstu helgi á Borgarfirði Eystra. Við hringdum austur og spjölluðum við Áskel Heiðar Ásgeirsson einn skipuleggjanda um hátíðina og líka útvarpsþættina sem hann er með á Rás2 þessar vikunnar. Þeir heita Útihátíð og fjalla um... já úti- og bæjarhátíðir.
Isavia og Reykjavíkurborg eru ósammála um hversu mörg tré þurfi að fella í Öskjuhlíð til að bæta flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Samgöngustofa hefur gefið Isavia frest til 2. september til að lækka trjágróður. Síðasta sumar krafðist Isavia þess að Reykjavíkurborg myndi fella 2.900 tré í Öskjuhlíð. Ástæðan fyrir því var að trén, sem eru með þeim elstu og hæstu á svæðinu, voru farin að ógna flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og flugumferðastjóri, hefur haft áhyggjur af stöðunni og vill að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þar sem hann á sæti, fjalli um málið. Njáll Trausti var á línunni hjá okkur.
Nú eru sumarfrí á Íslandi í hámarki og oft erfitt að ná í fólk vegna þessa. Sumir kunna að njóta og að vera í fríi en aðrir taka vinnuna með sér í fríið. Bára Einarsdóttir, sem vinnur með streitustjórnun, veltir fyrir sér hvort vinnan sé streituvaldur í sumarfríinu hjá mörgum. Bára kom til okkar og fór yfir nokkur góð ráð til að stýra því hve mikil áhrif vinnan hefur á fríið.
Samræmd próf í grunnskólum skutu upp kollinum í umræðunni á dögunum. Viðskiptaráð Íslands skrifaði umsögn um áform stjórnvalda um endanlegt afnám samræmdra prófa í íslenskum grunnskólum og sagðist þar telja að taka ætti upp samræmdu prófin að nýju. Jafnræðis sé ekki gætt við einkunnagjöf í skólum landsins. Formaður Kennarasambands Íslands er ósammála umsögninni og segir engan vilja til að hverfa aftur til tíma samræmdra prófa, sem sé liðinn. Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus í menntunarfræði, sem starfaði áður við Háskólann á Akureyri, ræddi þessi mál við okkur í þættinum.
Og við fengum skemmtilegan fróðleik úr heimi vísindanna í lok þáttar þegar Sævar Helgi Bragason mætti til okkar í Vísindahornið.
Lagalisti:
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí
Amy Winehouse - Love is a losing game
Dodgy - Good Enough
Jóipé og Króli ásamt Ussel - Í Fullri Hreinskilni
Á móti sól - Okkur líður samt vel
Eminem - Houdini
Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker
Queen - I want to break free
Stjórnin - Í augunum þínum
Útvarpsfréttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir fylgir hlustendum Rásar 2 til hádegis alla virka daga.
Rólegheit og smá pólitík.
Tónlist:
Svenni Þór, Regína Ósk Óskarsdóttir - Hjá þér.
DOLLY PARTON - Here You Come Again.
GLOWIE - One Day.
FRIÐRIK DÓR - Fyrir fáeinum sumrum.
TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.
EAGLES - Peaceful Easy Feeling.
Miley Cyrus - Slide Away.
Mabel - Don't Call Me Up.
Kaleo - Sofðu unga ástin mín.
BILLIE EILISH - All The Good Girls Go To Hell.
Artemas - I like the way you kiss me.
Doja Cat - Paint The Town Red.
HARRY STYLES - Music For a Sushi Restaurant.
Júlí Heiðar, PATRi!K - Heim.
SCARLET PLEASURE - What A Life (úr kvikmyndinni Druk).
Jón Jónsson Tónlistarm., BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & JÓN JÓNSSON - Kæri vinur.
BACKSTREET BOYS - As Long As You Love Me.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
PÁLL ÓSKAR - Ég er eins og ég er.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
JOHN MAYER - New Light.
STEREOPHONICS - Handbags And Gladrags(Radio edit).
Wallen, Morgan, Post Malone - I Had Some Help.
Diplo, Peck, Orville, Minogue, Kylie - Midnight Ride.
OTIS REDDING - (Sittin' On) The Dock Of The Bay.
JUSTIN BIEBER - Anyone.
Bee Gees - More Than A Woman.
HLJÓMAR - Ástarsæla.
BUBBI MORTHENS OG DAS KAPITAL - Blindsker.
GDRN - Háspenna.
Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.
NORAH JONES - Turn Me On.
Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).
Ingrosso, Benjamin - Look who's laughing now.
LAUFEY - From The Start.
Katrín Halldóra - Ástardúett (ft. Páll Óskar).
Paramore - Still into you.
CEASE TONE, RAKEL & JÓIPÉ - Ég var að spá.
ÍRAFÁR - Stórir Hringir.
BOB MARLEY & THE WAILERS - Three Little Birds.
Jóhann G. Jóhannsson - Don't Try To Fool Me.
RAVEN - Found You.
ELTON JOHN - Goodbye Yellow Brick Road.
VALDÍS - Onto you.
LOGI PEDRO, Króli - Leit'að ft. Kro?li.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Síðasti móhítóinn.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
LOS LOBOS - La Bamba.
EMINEM - The Real Slim Shady.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Nýtt hættumat fyrir Reykjanesskaga verður gefið út í dag. Búist er við að það taki mið af aukinni kvikusöfnun undir Svartsengi, þar sem land hefur risið að undanförnu.
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna hefur tryggt sér nægan stuðning til þess að verða forsetaframbjóðandi Demókrata. Hún ætlar að hefja kosningabaráttu sína strax í dag.
Vopnahlé gæti verið í burðarliðnum á Gaza. Þetta fullyrðir fréttastofa Associated Press og segir að Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hafi gefið þetta til kynna. Samkomulagið myndi fela í sér frelsun ísraelskra gísla á Gaza.
Eina bíóið á Akureyri er til sölu. Eigandinn segist vilja leggja áherslu á starfsemi sína í Reykjavík.
Lögreglan í Bretlandi hefur áhyggjur af auknu ofbeldi gegn konum og segir áhrifavalda ýta undir kvenfyrirlitningu á samfélagsmiðlum.
Reykjavíkurborg vill fá þrjá og hálfan milljarð króna fyrir Perluna. Frestur til að bjóða í hana rennur út í vikunni. Með Perlunni fylgja tveir tankanna sem hún hvílir á.
Skriðuhætta er að mestu liðin hjá vegna vatnsveðurs sem gekk yfir Norðurland í gær. Fáir gistu á tjaldstæðum á Tröllaskaga í nótt og einu var lokað um tíma.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Reykjavíkurborg um að tefja fyrir öryggismálum Reykjavíkurflugvallar, með því að fella ekki tré í Öskjuhlíð.
Þrír dagar eru þar til Ólympíuleikarnir verða settir í París. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sérfræðingur RÚV, lofar spennandi og skemmtilegum leikum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi Gunnars flakkaði um fjölbreytt Poppland sem var sneisafullt af skemmtilegu efni. Árni Matt kom í sitt vikulega spjall og ræddi fyrirtækið Crowdstrike sem bar ábyrgð á tölvufíaskóinu mikla s.l. föstudag. Daði Freyr spjallaði um tvö ný lög, framtíðarplön á Íslandi og fleira. Síðar bættist við tónlistarkonan Nína Sólveig eða Lúpína en þau Daði eru að fara að senda frá sér nýtt lag. Auk þess fjallaði Siggi um plötu vikunnar með KUSK og tók á móti póstkorti frá Kalla Bjarna.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Sumarborgin er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar til að efla mannlíf og menningu og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu í miðborginni. Kramhúsið hefur heldur betur tekið þátt í þessu verkefni og boðið uppá ýmiskonar námskeið í sumar. Má þar nefna afró, magadans, yoga og söngleikjadans. Þær Erna Guðrún Fritzdóttir og Sandra Sano Erlingsdóttir sögðu okkur frá þessu skemmtilega framtaki.
Tungumálatöfrar er heiti námskeiða fyrir fjöltyngd börn sem vilja æfa betur íslenskuna og fara þau nú fram í áttunda sinn í byrjun ágústmánaðar og nú á Flateyri við Önundarfjörð. Námskeiðin sem í boði snerta á skapandi útivist og svo myndlist og tónlist. Tungumálatöfrar eru ætluð börnum á aldrinum 5-9 ára og svo aftur 10-14 ára, einkum tvítyngdum og fjöltyngdum börnum en vitaskuld öll velkomin. Anna Sigga er verkefnastjóri Tungumálatöfra og hún sagði okkur frá þessu töfrandi verkefni.
Það er frí í skólum og leikskólum og margir foreldrar líklega farnir að lemja hausnum utan í vegg yfir hvað er hægt að gera með börnunum. Leikum okkur er Facebook hópur og instagram síða með yfir 11þúsund fylgjendum þar sem Alma Rut setur inn hinar ýmsu hugmyndir af afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Framtakið er hrátt og heimilislegt og er einfaldlega hugsað til að hafa gaman. Alma Rut Ásgeirsdóttir var á línunni hjá okkur.
Hvað er í matinn er vikulegur dagskrárliður hér á Hljóðvegi 1, þar höfum við fengið góða gesti til þess að kokka fram hugmyndir fyrir okkur og hlustendur um hvað við ættum að hafa í matinn í kvöld eða næstu daga. Maria Jimenez Pacifico er uppfull af góðum hugmyndum um góðan mat, hún er nýkomin af Götubitahátíðinni, einni stærstu matarhátíð landsins, sem fram fór um helgina en þar hreppti hún 3. sætið yfir besta Götubitann. Í fyrra vann hún keppnina yfir besta grænmetisréttinn og 2. sæti yfir besta smábitann.
Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Hreinn Halldórsson, alþýðulistamaður og konungur ríkisins, segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
23. júlí 2024
Hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga hefur verið hækkað og mikil hætta er talin á að það gjósi í Grindavík ef og þegar næst gýs. Kvikuhlaup eða gos gæti orðið á næstu tveimur til þremur vikum.
Tíðindi af verri afkomu Play en búist var við leiddu til þess að hlutabréfaverð lækkaði um nærri fimmtung. Flugfélögin eiga erfitt með að hækka verð, segir ráðgjafi.
Carbfix leitar enn að fjárfestum fyrir minnihluta í fyrirtækinu. Leit hófst í fyrrasumar og framkvæmdastjórinn segir að fyrirtækið vilji vanda valið.
Bretar hafa þrjú ár til að búa sig undir mögulegt stríð við öxulveldi upplausnar, segir nýr yfirmaður hersins og vísar þar til Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Írans.
Fornleifafræðingar töldu sig mögulega hafa fundið týnt riddarainnsigli frá miðöldum á Þingeyrum í vikunni. Líklegra er þó að það sé merki af klæðisstranga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kamala Harris hefur 100 daga til að fylkja bandarískum kjósendum að baki sér og vinna upp forskotið sem Trump hefur í kosningabaráttunni. Repúblikanar hafa sama tíma til að bregðast við gjörbreyttum forsendum í kapphlaupinu um Hvíta húsið.
Paul Watson, aðgerðasinni sem eitt sinn var með umdeildustu mönnum á Íslandi situr í fangelsi á Grænlandi og bíður þess að verða mögulega framseldur til Japans.
Í þáttunum eru nokkrar af hetjum og skúrkum Ólympíusögunnar til umfjöllunar. Gullverðlaunahafinn sem hvílir á Íslandi, Ólympíufarinn sem er eini Íslendingurinn til að vera dæmdur fyrir kynvillu, hlauparinn sem laug til um æsku sína, hetjan sem varð að skúrki fyrir lyfjamisnotkun eru meðal þeirra sagna sem eru sagðar í Ólympíusögum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Allt íþróttafólk dreymir um að vinna til verðlauna. Það íþróttafólk sem kemst inn á Ólympíuleika er yfirleitt til í að gera næstum allt til að vinna gullið og standa í efsta þrepi á verðlaunapallinum á fullum leikvangi, með hundruð milljónir sjónvarpsáhorfenda að fylgjast með. En hversu langt er sumt íþróttafólk tilbúið að ganga til að komast í sögubækurnar? Í þessum þætti segir frá falli bandarísku frjálsíþróttakonunnar Marion Jones sem var svipt öllum verðlaunum sínum á ÓL 2000 eftir fræga og vel skipulagða lyfjamisnotkun.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Við höldum áfram að fagna súldarsumrinu mikla hér á Kvöldvaktinni og setjum á fóninn þennan þriðjudag ný lög frá Þorsteini Kára, Primal Scream, King Gizzard and..., The Dare, Artemas, Bríet og Birnir, Zach Bryan og fleirum og fleirum.
Lagalistinn
Haraldur Ari, Unnsteinn Manuel - Til þín.
Þorsteinn Kári - Ómar.
IAN BROWN - Ripples.
Primal Scream - Love Inserrection
Lada Sport - Þessi eina sanna ást.
Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir.
SMITHS - Shoplifters of the world unite.
King Gizzard and The Lizard Wizard - Le Risque
Björn Jörundur, Emmsjé Gauti, Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Fatboy Slim - Sunset (Bird Of Prey)
Dare, The - Perfume
Artemas - dirty little secret.
Justice - We are your friends
Tove Lo, SG Lewis - HEAT.
Ware, Jessie, Romy - Lift You Up.
Faithless, Breaks, Suli - Find A Way.
Birnir, Bríet - Lifa af.
Bryan, Zach - 28.
Marína Ósk - But me.
Red Clay Strays, The - Wanna Be Loved.
THE CARDIGANS - For What It?s Worth.
Lára Rúnars- Shallow Waters.
Beyoncé - Bodyguard.
Johnson, Jack - Sitting waiting wishing.
Lamontagne, Ray - Step Into Your Power.
Dasha - Austin.
Ole-Bjørn Talstad, Sin Fang - Tveir draugar.
Kiasmos - Sailed.
Glass Animals - A Tear in Space (Airlock).
Rema - HEHEHE.
Sleaford Mods - West End Girls [Pet Shop Boys Remix]
Owens, Kelly Lee - Love You Got.
Fcukers - Homie Don?t Shake.
Mind in motion - S.A.D..
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Angel Olsen - Eyes Without A Face.
Cage the Elephant - Rainbow.
Myrkvi - Completely Empty.
Beck, Peck, Orville - Death Valley High.
Heavy Heavy, The - Happiness.
IDLES - Dancer.
BUZZCOCKS - Fast Cars.
Skoffín - Í Útvarpinu.
Rebekka Blöndal - Hvað þú vilt.
Anya Hrund Shaddock - Dansa í burtu þig.
Ezra Collective & Yamin Lacey
Omar Apollo - Done With You
Clario - Sexy to someone
Kaktus og Nanna - Be This Way
Michael Kiwanuka - Floating Parade
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
John Grant tekur ástfóstri við land og þjóð, Raggi Bjarna kemur við í Þjóðarbókhlöðunni, Cell 7 snýr aftur eftir 16 ára hlé og ástralska stórstjarnan Kylie Minogue syngur með Múm. Snorri Helgason breytist í hljómsveit, Ljótu hálfvitarnir syndga og syngja um athyglisprest, Skálmöld stígur á svið í Eldborg með Sinfó og þremur kórum og Berndsen kemst í gamlar Kraftwerkgræjur. Ásgeir Trausti heldur á vit ævintýranna í útlöndum, Íkorninn Stefán Örn Gunnlaugsson skapar nýja fagra fortíð, Gunnar Þórðarson semur óperu og Obja Rasta veit og vonar. Rúnar Þórisson fer af stað, dúettinn Jed & Hera verður til, Oyama sendir frá sér stuttskífu og Verzlingurinn Steinar Baldursson kemur upp á yfirborðið.
Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Meðal viðmælenda í þriðja hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2013 eru John Grant, Guðmundur Kristinn Jónsson, María Rut Reynisdóttir, Ásgeir Trausti Einarsson, Rúnar Þórisson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Gunnar Örn Tynes, Örvar Þóreyjarson Smárason, Davíð Berndsen, Ragnar Bjarnason, Jón Ólafsson, Jón Jónsson, Ingólfur Þórarinsson, Teitur Magnússon, Arnljótur Sigurðsson, Davíð Berndsen, Ragna Kjartansdóttir, Snorri Helgason, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Þorgeir Tryggvason, Baldur Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson, Eggert Hilmarsson, Þráinn Árni Baldvinsson, Björgvin Sigurðsso, Freiðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
John Grant - Pale Green Ghosts
John Grant - Glacier
Sinead O’Connor - Queen Of Denmark
John Grant - Black Belt
John Grant - GMF
Nýdönsk & John Grant - Sweet World
Nýdönsk - Iður (Þjóðhátíðarlagið)
Cell 7 - Feel Something
Cell 7 - Afro Puff (Hljómskálinn)
Cell 7 - Gal Po Di Scene
Oyama - Everything Some Of The Time
Jed & Hera - Issues
Steinar - Up
Starwalker - Bad Weather
Ragnar Bjarnason - Á þjóðarbókhlöðunni
Ragnar Bjarnason - Það styttir alltaf upp
Ragnar Bjarnason - Þetta lag
Múm - Toothweels
Múm & Kylie Minouge - Whistle
Ljótu hálfvitarnir - Syndir
Ljótu hálfvitarnir - Athyglisprestur
Skálmöld & Sinfó - Kvaðning
Snorri Helgason - The Morning Is The Loving Hour
Snorri Helgason - Summer Is Almost Gone
Snorri Helgason - Kveðja
Ásgeir Trausti - Head In The Snow
Ásgeir Trausti - King and Cross
Ásgeir Trausti - Torrent
Ásgeir Trausti - Lupin Intrique
Rúnar Þórisson - Sérhver vá
Rúnar Þórisson & Lára Rúnars - Af stað
Berndsen - Planet Earth
Berndsen - Monster Forest
Ingó - Brekkusöngur Minning um mann
Ingó - Brekkusöngur Bíddu pabbi
Obja Rasta - Ég veit ég vona
Obja Rasta - Einhvern veginn svona
Gunnar Þórðarson - Amor Aþena (Ragnheiður - Ópera)
Skepna - Hungur
Nykur - Illskulegar kenndir
Halleluwah - Blue Velvet
Dj Flugvél & geimskip - Glamúr í geimnum
Sísý Ey - Ain’t Got Nobody
Emmsjé Gauti - Lit(a)laus
Íkorni - Ný og fögur fortíð
Íkorni - When I’m 65