12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 22. mars 2025
HádegisfréttirHádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ráðherraskipti fara fram á Bessastöðum eftir hádegi á morgun. Ólafur Þ. Harðarson segir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur hafa verið mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórnina en að það hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið og ríkisstjórnina til lengri tíma.

Þrettán voru handteknir í þremur aðgerðum lögreglu í nótt sem allar tengjast hópslagsmálum í miðbæ Reykjavíkur. Fangaklefarnir á Hverfisgötu fylltust og flytja þurfti suma þeirra handteknu á Suðurnesin og Akranes til að koma þeim í klefa.

Meira en hálf milljón missir dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir að ríkisstjórn Donalds Trump ákvað að fella úr gildi áætlun sem Joe Biden setti af stað fyrir þremur árum.

Netumbo Nandi-Ndaitwah (Nandí in deitva), áður varaforseti, tók við embætti forseta Namibíu í gær. Hún vann forsetakosningar landsins í fyrra fyrir SWAPO-flokkinn, sem hefur stýrt Namibíu síðan landið hlaut sjálfstæði.

Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofa athugar hvort það sæmræmist brunavörnum að setja festingar á glugga á meðferðardeild þess á Vogi. Fjórtán sinnum hefur þurft að leita að börnum sem struku þaðan síðan deildin opnaði fyrir mánuði síðan.

Endurskilgreina þarf lagaákvæðu um brot í nánu sambandi. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að ákvæðið sé of þröngt og uppfylli ekki skilyrði

Raflínur sem liggja til Þórshafnar við Langanes eru komnar að þolmörkum og eftir að ný frystigeymsla Ísfélegsins verður tekinn í notkun má segja að ekkert svigrúm sé eftir til uppbyggingar eða orkuskipta. Fulltrúar RARIK og Landsnets hittu þingmenn og ráðherra fyrir helgi og ræddu lausnir. Líklegast er að RARIK leggi nýja streng sem gæti komist í gagnið eftir þrjú ár.

Úrslitin ráðast í bikarkeppni kvenna og karla í körfubolta í Smáranum í dag. Kvennalið Njarðvíkur og Grindavíkur mætast í kvennaflokki og karlamegin verður Reykjavíkurslagur milli KR og Vals.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,