12:40
Heimskviður
213 - Vafasamir viðskiptahættir Nestlé og ástin á gervigreindaröld
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Í þættinum í dag fjöllum við um vafasama viðskiptahætti svissneska fyrirtækisins Nestlé með ungbarnavörur, bæði í nútíð og fortíð. Fyrirtækið framleiðir meðal annars KitKat-súkkulaðið, Nespresso og Smarties en líka matvörur fyrir ungbörn, til dæmis þurrmjólk. Og sums staðar er sykri bætt í þurrmjólkina, og þess ekki getið á umbúðunum. Það er til dæmis gert víða í Afríku. Við rýnum í skýrsluna, „Hvernig Nestlé fær börn í lágtekjuríkjum til að ánetjast sykri.“

Svo snúum við okkur að ástinni á gervigreindaröld. Gervigreindin er heillandi og óhugnaleg á sama tíma. Gervigreindarspjallforrit hafa þróast á ógnarhraða og nú er hægt að eiga samtöl við spjallmenni og jafnvel ástarsambönd. Við heyrum sögu konu sem á í slíku sambandi í þættinum. Sænskir forritarar bjuggu til stefnumótaforrit sem heitir Baibe, þar sem hægt er að mynda ástarsamband við gervigreindina. Róbert Jóhannsson ræddi við annan stofnenda forritsins og prófessor í félagsfræði um hvort gervigreindin sé það sem koma skal þegar ástin og nándin er annars vegar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 38 mín.
,