19:00
Sumartónleikar
Sumartónleikar

Sumartónleikar Sambands evrópskra útvarpsstöðva.

Hljóðritun frá opnunartónleikum Jordi Savall tónlistarhátíðarinnar sem fram fóru á torgi Santa Maria de Santes Creus klaustursins í Tarragona á Spáni, 11. ágúst s.l.

Gömbuleikarinn og stjórnandinn Jordi Savall flytur forna, þjóðlega tónlist frá löndunum við Miðjarðarhaf ásamt fjölþjóðlega tónlistarhópnum Hespérion XXI og söngvurunum Waed Bouhassoun frá Sýrlandi, Lior Elmaleh frá Ísrael og Katerinu Papadopoulou frá Grikklandi.

Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.

Var aðgengilegt til 28. júní 2023.
Lengd: 1 klst. 15 mín.
e
Endurflutt.
,