23:00
Vorblótið í hundrað ár
Vorblótið í hundrað ár

Vorblótið eftir Igor Stravinskí olli uppþoti þegar það var frumflutt í París 29. maí 1913. Verkið þótti gróft og hrjúft og móðgaðir áheyrendur grýttu hljómsveitina og dansarana á sviðinu. Vorblótið markaði upphaf nýs tíma í tónlistarsögunni og hafði ómæld áhrif á þróun tónlistar á 20. öld. Kvikmyndatónskáld hafa sótt í verkið og kvikmyndaáhugafólk þekkir stóra hluta þess, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því hvaðan stefin koma. En hvers vegna þótti verkið svona móðgandi í upphafi? Hvaða tónskáld önnur voru mest áberandi á þessum tíma? Hvað var að gerast í öðrum listum í Parísarborg árið 1913?

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,