20:45
Gunnar Ormslev: Meistari Íslandsdjassins
Seinni þáttur
Gunnar Ormslev: Meistari Íslandsdjassins

Fjallað um saxófónleikarann Gunnar Ormslev í tveimur þáttum í tilefni þess að 22. mars síðastliðinn voru 95 ár frá fæðingu hans. Gunnar var einn af forvígismönnum Íslandsdjassins en hann lést 20. apríl 1981, aðeins 53 ára. Þátturinn var gerður 1998 þegar 70 ár voru liðin frá fæðingu Gunnars Ormslev.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Vernharður Linnet fjallar um saxófónleikarann Gunnar Ormslev. Tónlistin sem hljómar í þættinum var hljóðrituð á minningartónleikum sem Jazzvakning hélt 22 mars 1988 þegar 70 ár voru liðin frá fæðingu Gunnars. Flytjendur eru Kvartett Guðmundar R. Einarssonar, Kvartett Rúnars Georgssonar, Tríó Björns Thoroddsen, Kammerdjasssveit Sigurðar Flosasonar og Jazzmiðlar. Jafnframt er leikin upptaka með Sigurði Flosayni og hljómsveit á verkinu Að leikslokum sem Gunnar Reynir Sveinsson samdi þegar Sigurður útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og tileinkaði minningu Gunnars Ormslev. Vernharður ræðir einnig við Bent Jædig um kynni þeirra Gunnars.

Var aðgengilegt til 27. ágúst 2023.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,