16:05
Víðsjá
Íslensk lestrarbók, Til þeirra sem málið varða og Á skjön
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Magnús Sigurðsson rithöfund um bók sem hann sendi frá sér á dögunum og nefnist Íslensk lestrarbók, en hún hefur að geyma texta af ýmsu tagi, örsögur, smáprósa, dagbókarbrot og fótboltalýsingu í ljóðrænu formi, svo nokkuð sé nefnt. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í ljóðabókina Til þeirra sem málið varðar eftir Einar Má Guðmundsson. Einnig verður rætt við Steinþór Birgisson kvikmyndagerðarmann og Sigurð Ingólfsson framleiðenda um nýja heimildarmynd um Magnús Pálsson myndlistarmann sem verður frumsýnd í Bíó Paradís um jólahátíðina og heitir Á skjön.

Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,