12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 18. desember 2019
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Hætta var á að eldur bærist í olíu þegar eldur kom upp í húsi á svæði olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Truflanir hafa verið á rafmagni í Langadal í Húnavatnssýslu. Viðgerðum á Dalvíkurlínu á að ljúka í dag. Tjón varð á raftækjum á Héraði í gær þegar skemmdir komu í ljós á Fljótsdalslínu fjögur.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í dag atkvæði um hvort ákæra skuli Donald Trump forseta fyrir brot í embætti.

Íslendingar búa sig undir að auka móttöku flóttamamanna um þriðjung á næstu tveimur árum. Tvöfalt fleiri hælisleitendur hafa hlotið alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er árinu en allt árið í fyrra.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur sent forseta Evrópuráðsþingsins bréf til að vekja athygli á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi gerst brotleg við siðareglur alþingismanna.

Liverpool er úr leik í enska deildabikarnum í fótbolta en llið steinlá fyrir Aston Villa.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,