18:00
Spegillinn
Spegillinn 18.12.2019
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Umsjón: Pálmi Jónasson

Markmið lögmannsstofunnar Wikborg Rein, er að Samherji komi út úr rannsókn á meintum mútum og peningaþvætti sem sterkara og sjálfbærara fyrirtæki. Þetta segir fulltrúi lögmannsstofunnar við fréttastofu. Samherji hefur ráðið Wikborg Rein til að gera innri rannsókn á starfsemi félagsins.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í kvöld atkvæði um hvort ákæra eigi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisglöp.

Eldurinn sem braust út við olíubrigðastöðina í Örfirisey er áminning um að mörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu geyma eða nota hættuleg efni; til dæmis bensín, klór, etanól eða ammóníak. Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirsýn yfir flutning slíkra efna mætti vera betri.

Konur í atvinnulífinu kalla eftir kynjakvóta í stjórnunarstöðum fyrirtækja, því lítið þokast í jafnréttisátt. Einungis 13% framkvæmdastjóra eða forstjóra stærri fyrirtækja eru konur.

Baráttan um hver tekur við af Jeremy Corbyn sem leiðtogi breska Verkamannaflokksins er hafin. Emily Thornberry, talsmaður í utanríkismálum, gaf kost á sér í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,