23:05
Lestin
Endurtekning, innblástur, Geiri Sæm og metnaðarfullur ferðalangur
LestinLestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Katrín Sif Einarsdóttir er líklega einhver víðförlasti Íslendingur sögunnar, að minnsta kosti ef talið er í heimsóttum löndum, en hún hefur komið til meira en 200 lönd. Katrín heimsækir Lestina í dag og segir frá ferðalífstílnum.

Listamaðurinn Loji Höskulds situr fyrir svörum hjá Önnu Gyðu Sigurgísladóttur sem hefur leitað innblásturs meðal viðmælenda sinna síðastliðna mánuði.

Tómas Ævar Ólafsson flytur okkur sinn þriðja og síðasta pistil um myrkari hliðar jólahátíðarinnar. Hann hefur fjallað um neyslumókið, barna- og dýraslátrun en í dag fjallar hann um endurtekninguna.

En við byrjum á andlátsfregn sem barst í vikunni. Tónlistarmaðurinn, Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heim­ili sínu í Reykja­vík 15. des­em­ber síðastliðinn, 55 ára að aldri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,