06:50
Morgunvaktin
Nató gegnir enn mikilvægu hlutverki 70 árum eftir stofnun bandalagsins
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Atlantshafsbandalagið gegnir enn mikilvægu hlutverki sem varnarbandalag vestrænna þjóða, segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Hann var gestur Morgunvaktarinnar og ræddi stöðu Nató, en bandalagið fagnar 70 ára afmæli sínu á þessu ári. Albert segir engu að síður að Bandaríkin leggi orðið æ meiri áherslu á umsvif sín í Asíu og því hafi dregið úr umsvifum og áherslu bandarískra stjórnvalda á hlutverk Nató.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í dag atkvæði um hvort Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verði ákærður til embættismissis fyrir embættisglöp; hann er sakaður um tálmun og misbeitingu valds. Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni og því má telja öruggt að ákæra verði samþykkt. Repúblikanar hafa á hinn bóginn traustan meirihluta í öldungadeildinni þar sem málinu verður án efa vísað frá. Sjálfur segir Trump ferlið vera tilraun til valdaráns og með því sé lýðræðið fótum troðið. Freyr Eyjólfsson fór yfir stöðuna á Morgunvaktinni.

Veðurofsi liðinnar viku og rafmagnsleysi hafði og hefur enn mikil áhrif á Dalvík og nágrenni. Afleiðingar óveðursins eru margvíslegar og hafa enn ekki komið fram að fullu. Úlla Árdal fréttamaður á Akureyri ræddi við Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar.

Tónlist:

Don?t know why - Norah Jones

Let it snow - Dean Martin

A todos um bom natal - Coro de Santo Amaro de Oeiras

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,