11:03
Mannlegi þátturinn
Skapandi gervigreind, freyðivín og póstkort frá Spáni
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

„Mikið hefur verið fjallað um getu gervigreindar til að skapa. Nýverið bárust til dæmis fréttir af því að gervigreind hafi lokið við að semja 10. sinfóníu Mahlers. Verkið hafði legið óklárað í meira en öld en skáldið lést áður en verkinu lauk. Fremur heildrænt uppkast af verkinu hafði varðveist og því nægar forsendur fyrirliggjandi til að kenna kerfinu að skapa í anda Mahlers og varð afraksturinn sannfærandi.“ Þetta segir Leifur Björnsson hugbúnaðarsérfræðingur og tónlistarmaður í grein á vef Advania. En hvað þýðir þetta? Verða tölvur rokkstjörnur framtíðarinnar? Leifur kom í þáttinn.

Skál og hnífur Búbblubókin er nýkomin út. Bókin fjallar á fróðlegan og skemmtilegan hátt um Freyðivín frá öllum hliðum. Í bókinni er meðal annars fallegar ljósmyndir eftir Oddvar Hjartarson, myndasaga eftir Hugleik Dagsson, ýmis konar tilvitnanir og örsögur um freyðvín, ljóð frá til dæmis Gísla Rúnari o.fl. Í bókinni er einnig fjallað um hvernig freyðvínið varð til og hvernig það parast kannski betur við mat en rautt og hvítt. Við fengum höfunda bókarinnar, Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur, Helgu Sv. Helgadóttur og Oddvar Hjartarson til að segja okkur meira frá henni í þættinum.

Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag sagði frá Alicante, kastalanum, hundahaldi og hvað það getur verið snúið að búa með Spánverjum án þess að geta talað þeirra tungu. Spænska er útbreiddari en enska í heiminum, næst á eftir kínversku og þess vegna er alveg á sig leggjandi að læra þetta falleg og ríka tungumál.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,