Rokkland

Gulli og Halli Reynis, Dr. Gunni og Paul D´ianno

Í Rokklandi dagsins er þrennt á dagskrá.

Gulli Reynis tvíburabróðir Halla Reynis segir frá nýju plötunni sinni þar sem hann syngur lögin hans Halla bróðir síns sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Halli Reynis gaf út 9 stórar plötur meðan hann lifði.

Hljómsveitin Dr. Gunni var gefa út plötuna Er ekki bara búið vera gaman. Gunnar Lárus, Dr. Gunni sjálfur kemur í heimsókn og ræðir um lagasmíðar, Bítla og Bonobo apa.

En við tökum líka ofan fyrir föllnum meistara Paul D´ianno lést í vikunni, en hann var söngvari Iron Maiden þegar hljómsveitin sló í gegn á sínum tíma og syngur á fyrstu tveimur plötunum sem mörgum af fyrstu aðdáendum Járnfrúarinnar finnst alltaf bestu plötur þessarar mögnuðu hljómsveitar.

Frumflutt

27. okt. 2024

Aðgengilegt til

29. okt. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,