Rokkland

Reeperbahn og Ryan Adams v.s Taylor Swift

Rokkland var á Reeperbahn Festival í Hamborg um helgina þar sem 5 íslenskar hljómsveitir voru auk tæplega 250 annara frá öllum heimshornum. Ryan Adams var gefa út sína útgáfu af metsöluplötu kántrí-popp-stjörnunnar Taylor Swift, 1989 sem kom út í fyrra. Um þetta verður fjallað í Rokklandi.

Íslensku hljómsveitirnar sem komu fram á Reeperbahn Festival um helgina eru Mammút, Júníus Meyvant, Agent Fresco, Sóley og Vök. Við heyrum í þessu fólki öllu nema Sóley í Rokklandi dagsins.

Reeperbahn er hátíð ekki ósvipuð Iceland Airwaves. Þetta er borgarhátíð, haldin í Hamborg í Þýskalandi. Hátíðin stendur í fjóra daga. Hellingur af hljómsveitum sem spila á kvöldin og á daginn er ráðstefna. Á hverju ári er ein þjóð eða eitt land í brennidepli g kynnt sérstaklega og í ár var það Finnland. Við heyrum í nokkrum finnskum hljómsveitum í dag, nöfnum eins og LCMDF, Lapko og K-X-P.

En þátturinn hefst á Ryan Adams sem var gefa út sína útgáfu af metsöluplötu Taylor Swift sem hún gaf út í fyrra. Hann tók alla plötuna upp með sínu nefni og gerði hana sinni. En hvers vegna? Þið fræðist um það með því hlusta á þáttinn, en platan hefur fallið í góðan jarðveg.

En Taylor Swift er fædd árið 1989, 25 ára gömul og ein skærasta poppstjarna bandaríkjanna í dag, búin vera það í nokkur ár. Kántrí-popp-stjarna.

Hún er frá smábænum Wayomissing í Pennsylvaniu en 14 ára gömul flutti hún þaðan og til Nashville þar sem allt er gerast í músíkinni. Það stóð aldrei annað til hjá henni en "MEIKAÐA" sem kántrísöngkona.

Hún er yngsti listamaðurinn/lagahöfundurinn sem hefur verið á samningi hjá SONY/ATV Music Publishing House fyrirtækinu og þegar hún var 17 ára kom fyrsta platan hennar út. Eitt laganna þar fór alla leið í fyrsta sæti kántrí-listans í Ameríku og hún er yngsti tónlistamaðurinn í sögunni til koma lagi á toppinn á kántrílistanum. Heyrum meira um þetta á eftir.

Frumflutt

27. sept. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,