Rokkland

Ellen Kristjáns og Steini Hjálmur og Una Torfa

Ellen Kristjáns og Steini Hjálmur og Una Torfa eru gestir Rokklands í dag. Við spjöllum saman og þau ætla syngja og spila fyrir okkur í std. 12.

Una er ein af okkar björtustu vonum, lagið hennar Fyrrverandi er eitt af lögum ársins 2022 mrgra mati og lagið hennar En var mest spilaða lagið á Rás 2 í sumar. Una er gera fyrstu stóru plötuna sína og framtíðin er björt hjá þessari ungu frábæru konu.

Ellen og Steini eru fara spila saman á tónleikum í Fríkirkjunni rétt fyrir jól sem heita Jólafrí. Þetta eru jólatónleikar þar sem eiginlegum jólalögum er sleppt en meiri áhersla lögð á jólaleg lög. Auk þeirra koma þar fram eins og Ólöf Arnalds og Skúli Sverris, Systur, Þorleifur Gaukur og Kári Stefánsson.

Ellen og Steini flytja í þættinum jólalag sem Ellen hefur bara einu sinni sungið síðan hún söng það inn á jólaplötu þegar hún var 19 ára. Una syngur jólasálm í þættinum í bland við sín eigin lög.

Aðrir listamenn sem koma við sögu eru; Tracey Thorn, Ólöf Arnalds, R.E.M. Teinar, Bob Dylan, Joni Mitchell og Dr. Gunni.

Frumflutt

4. des. 2022

Aðgengilegt til

18. ágúst 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,