Rokkland

Kris Kristofferson 1936-2024

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Krist Kristofferson lést í vikunni sem leið 88 ára aldri. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu á Hawaii.

Kristofferson átti viðburðarríka ævi og gegndi mörgum fjölbreyttum hlutverkum á ævi sinni. Hann flaug herþyrlum, vann sem verkamaður þegar hann var yngri, lék í mörgum bíómyndum, samdi lög og spilaði og söng.

Hann var mikill töffari og sjarmur, mjúkur töffari með blik í auga.

Hann kom þrisvar til Íslands til spila og áður en hann kom hingað 2004 spjallaði Ólafur Páll ölluðum við Kris í síma og það samtal verður rifjað upp í þættinum í Rokklandi vikunnar.

Frumflutt

20. okt. 2024

Aðgengilegt til

15. okt. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,