Um síðustu helgi fór fram tónlistarhátið í Lausanne í Sviss sem heitir Label Suisse og Rokkland var á staðnum.
Já í seinni hluta þáttarins á eftir skreppum við til Sviss og heyrum soldið af nýrri poppmúsík frá Sviss sem hann velur ofan í okkur náungi sem heitir Francois Kuffer og tónlistarstjóri hjá "Rás 3 ? útvarpi unga fólksins hjá Frönskumælandi Sviss (RTS ? Radio and Telvision Suisse).
Label Suisse gengur út á að kynna það nýjasta og besta í Sviss sem hefur eiginlega að geyma fjórar þjóðir sem tala fjögur tungumál í einu litlu landi.
Bruce Spingsteen og U2 koma við sögu í þættinum en bæði U2 og Springsteen bauluðu á Donald Trump í vikunni sem leið með þeim hætti að heimurinn tók etir því og sperrti eyrun, U2 gerði það á fyrstu tónleikum sínum á árinu, en þeir fóru fram í Las Vegas á föstudaginn.
Danska hljómsveitin Tremolo Beer Gut spilaði á KEX-hostel á fimmtudaginn og svo í Boston (USA) um helgina. Þessi skemmtilega gítar-sörf-sveit frá Kaupmannahöfn heimsótti stúdíó 12 á föstudaginn og við heyrum það í Rokklandi dagsins og svo samskonar upptökur frá BBC með Led Zeppelin sem voru að koma út fyrir nokkrum dögum, upptökur sem voru gerðar á árunum 1969 ? 1971, en á þeim tíma kom Zeppelin 6 sinnum í upptöku hjá BBC fyrir hina ýmsu þætti, t.d. fyrir John Peel.
Svo er líka í þættinum boðið upp á nýja músík með Mugision, Leonard Cohen, The Weeknd og Daft Punk og Keane.
Hér er lagalisti þáttarins:
Mugison / I´m a wolf
Led Zeppelin / Something else (live á BBC)
Led Zeppelin / Communication Breakdown (live á BBC)
Led Zeppelin / What is and what should never be (live á BBC)
Tremolo Beer Gut / Caipirihna river cruise (Stúdíó 12)
Tremolo Beer Gut / Claytons Hotrod (Stúdíó 12)
Tremolo Beer Gut / n/a (Stúdíó 12)
Bruce Springsteen / Indipendance day
U2 / Desire
Patti Smith / Until the end of the world
Keane / tear up this town / Keane
The Weeknd feat. Daft Punk/ Starboy
Sophie Hunger / Supermoon (Sviss)
Paul Gamboni / Paul (Sviss)
Reykjavíkurdætur / Tista (Sviss)
OY/ Space Diaspora (Sviss)
The Rambling wheels / Stories upon your lips (Sviss)
Verena Von Horsten / The hymn (Sviss)
Kaedebostany / Frozen to death (Sviss)
Leonard Cohen / You want it darker