Í þetta sinn fer Egill í miðbæ Reykjavíkur og fjallar um Austurstræti, eða Langa fortov. Í dag einkenna veitingahúsin og krárnar Austurstrætið, en það er ekkert nýtt. Áður stóð þar Gildaskálinn, með þremur mismunandi búllum sem nefndust Káetan, Almenningur og Svínastían. Frægasti gestur Svínastíunnar var Benedikt Gröndal, og annar var Þórður Malakoff, sem seldi læknastúdendum líkama sinn að sér látnum. Mörg skáld hafa minnst á Austurstræti í verkum sínum en þekktastur er án efa kveðskapur Tómasar Guðmundssonar, um strætið sem ómar af bernskuglöðum hlátri.
Frumsýnt
1. apríl 2019
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.