Bækur og staðir 2017-2018

Dritvík

Í Dritvík á Snæfellsnesi á Kolbeinn Jöklaskáld hafa setið á þúfu og kveðist á við Kölska, eða svo segir þjóðsagan. Kölski á hafa getað botnað allar vísur Kolbeins, þar til Kolbeinn tók upp hníf, brá honum fyrir glyrnur skrattans svo eggin bar við tunglið og fór með þessar línur; Horfðu í þessa egg egg, undir þetta túngl túngl. Þá varð Kölska orða vant því hann fann ekkert til ríma við túngl. Kolbeini tókst þó botna eigin vísu en var ekki boðið í kveðskap til Kölska eftir það. Áður fyrr voru margar verstöðvar á Snæfellsnesi, en síðan fór sjávarfangið minnkandi á svæðinu. Egill rifjar upp lýsingar Jóns Trausta á veiðistöðvum á Snæfellsnesi, þar á meðal í Dritvík.

Frumsýnt

15. jan. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018

Bækur og staðir 2017-2018

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,