Bækur og staðir 2017-2018

Stóra Hraun og Litla Hraun

Bæirnir Stóra Hraun og Litla Hraun standa á Snæfellsnesi. Á þeim fyrrnefnda bjó séra Árni Þórarinsson, en Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu hans í sex bindum. Sagt er þar hafi trúgjarnasti maður á Íslandi hitt þann hraðlygnasta. Árni var mikill frásagnarmeistari, minnisglöggur en færði gjarnan í stílinn. Á Litla Hrauni ólst hinsvegar upp skáldkonan Ásta Sigurðardóttir, ekki síðri frásagnarmaður. Ásta lést fyrir aldur fram úr alkóhólisma, þá búsett í Reykjavík þar sem hún lýsti mannlífinu á einstakan hátt í sögum sínum. Ásta bjó á Snæfellsnesi til 14 ára aldurs og bærinn Litla Hraun stendur enn. Hann er í eyði en innan stokks er engu líkara en íbúarnir hafi yfirgefið húsið sitt í flýti.

Frumsýnt

2. des. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018

Bækur og staðir 2017-2018

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,