Bækur og staðir 2017-2018

Jóhann Gunnar Sigurðsson

Í þessum þætti segir Egill Helgason okkur frá skáldinu Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, sem ólst upp á Snæfellsnesi en lést langt fyrir aldur fram, aðeins 24 ára gamall. Jóhann Gunnar sótti nám við Lærða skólann, naut mikils álits samnemenda sinna og þótti afar efnilegur. Ljóst er Jóhann Gunnar hefði getað skipað sér sess meðal okkar þekktustu skálda, slíkir voru hæfileikar hans og tilfinninganæmi en verk hans rúmast öll í einni lítilli bók. Jóhann veiktist af berklum sem urðu honum loks aldurtila. Jóhann Gunnar hvílir í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík við hlið annars skálds, Sigurðar Breiðfjörð.

Frumsýnt

7. ágúst 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018

Bækur og staðir 2017-2018

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,