Egill Helgason ekur yfir Fróðárheiði og segir frá kynstrum þeim sem lýst er í Eirbyggju, magnaðasta draugagangi á Íslandi. Egill fer að Búðum og segir frá verslun og útgerð sem þar var og nefndist Hraunhöfn. Hann lítur inn í kirkjuna sem reist var vegna þess að konu einnar, Steinunnar Sveinsdóttur, var vitjað í draumi og henni sagt að reisa þarna kirkju. Næst er ekið að Staðarstað þar sem Jóhann Jónsson skáld ólst upp og þar er litið inn í öllu nýlegri kirkju. Egill rifjar upp presta sem setið hafa staðinn. Sumir þeirra hafa verið fyrirmyndir að persónum í þekktum íslenskum skáldverkum, meðal annars eftir Ólaf Gunnarsson og Halldór Laxness.
Frumsýnt
21. ágúst 2018
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.