Raddir Rásar 2 í 40 ár

Margrét Marteinsdóttir og Freyr Eyjólfsson (tólfti þáttur)

Raddir Rásar 2 í dag eru vinirnir Margrét Marteinsdóttir og Freyr Eyjólfsson sem settu heldur betur svip sinn á Rás 2 árum saman.

Margrét kom á Rás 2 frá FM957 og Freyr var kennari sem kom í sumarafleysingar í Poppland sumarið 2001. Margrét varð síðar dagskrárstjóri Rásar 2 og líka Rásar 1 og kom ýmsu góðu til leiðar í því hlutverki. Hún var líka áberandi í Sjónvarpinu árum saman og á fréttastofu RÚV.

Freyr bjó til þáttaröðina Geymt en ekki gleymt sem hefur reynst mikið gull við gerð þáttanna Árið er - sem er viðamesta og metnaðarfyllsta þáttaröð sem Rás 2 hefur ráðist í frá 1983 ? og Margrét var einmitt dagskrárstjórinn sem sagði við þeirri hugmynd á sínum tíma. Við ræðum Þjóðarsál, Bítla, Sinéad O?Connor, leiðindi, Rás 2 og allskonar. Freyr og Margrét eru dásamlegt fólk. Þátturinn hefst klukkan 12.40 en er svo ALLTAF hægt hlusta á ruv.is og í spilaranum og svo er hlaðvarp á Spotify t.d.

Frumflutt

20. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Raddir Rásar 2 í 40 ár

Raddir Rásar 2 í 40 ár

Ólafur Páll Gunnarsson rifjar upp raddir Rásar 2 í 40 ár.

Þættir

,