Konsert

KK & Maggi Eiríks í Stúdíó 12 2003 og Mannakorn á Bræðslunni 2013

Þakkarorða íslenskrar tónlistar verður afhent í fyrsta skipti á sunnudaginn (1. desember) á degi íslenskrar tónlistar og fyrsti orðuhafinn er Magnús Eiríksson.

Þessi verðlaun eru heiðursverðlaun nýstofnaðs Tónlistarráðs og er þeim ætlað heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn þar sem nokkur af bestu lögum Magnúsar verða flutt af mörgum af fremstu flytjendum landsins. Þeirra á meðal eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson, auk einvala liðs hljóðfæraleikara undir stjórn tónlistarstjórans Eyþórs Gunnarssonar. Kynnar verða Jón Jónsson og Salka Sól.

Allir miðarnir tónleikanna voru boðsmiðar og þeir ruku út á nokkrum mínútum þegar opnað var fyrir "miðasöluna" síðasta mánudag.

Í Konsert vikunnar tökum við ofan fyrir Magnúsi og hann skemmtir okkur sjálfur. Við hlustum á Mannakorn á Bræðslunni 2013 og í Magga Eiríks og KK í Stúdíó 12 árið 2003.

Frumflutt

28. nóv. 2024

Aðgengilegt til

28. nóv. 2025
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,